30 júlí 2010
Hrapið
Ella Stína missti trúna á guð, og þá hrapaði hún og hrapaði og hrapaði og hrapaði, hún var lengi að hrapa og þegar hún loksins lenti, sagði hún: Guð, afhverju varstu að láta mig hrapa?
27 júlí 2010
Stoppið og ástin
Ég man það núna að það er ástin sem setur allt af stað, ...
svo getur stoppið verið hvíld einsog þegar ég sit í fjörunni í Flatey og horfi á ölduna sogast til og frá og óðinshanann trítla um í þanginu.
svo getur stoppið verið hvíld einsog þegar ég sit í fjörunni í Flatey og horfi á ölduna sogast til og frá og óðinshanann trítla um í þanginu.
Rúllugardínur
Það var einu sinni maður sem skrifaði mér: Þú ert stopp og við því er ekkert að gera, þú átt eftir að halda áfram, .... já hann talaði einsog stoppið væri sjálfsagður hlutur, - en ég sem bý í kapítalísku velferðarþjóðfélagi þar er ekki tími fyrir neitt stopp, stoppið er ekki markaðsvænt, stoppið er ósigur, - en stoppið gefur pláss, pláss fyrir hvað, - hvað hefur mitt stopp gefið pláss fyrir, .... löngun tilað kaupa rúllugardínur.
Stoppið
Undanfarin þrjú ár hef ég verið stopp, ég skrifað að vísu fimm handrit í fyrra eftir að ég útskrifaðist, en svo hefur allt verið stopp, líkaminn hefur verið stopp, ég hef fitnað í fyrsta sinn, ég hef ekki viljað halda áfram, ég hef nottla verið miðaldra, varð fimmtug, fannst allt stopp vildi ekki halda áfram, en afhverju vil ég ekki halda áfram?
: Það er refsing.
: Refsing fyrir hvað.
: Ég man það ekki, það finnst í skjölum ef vel er leitað.
: Það er refsing.
: Refsing fyrir hvað.
: Ég man það ekki, það finnst í skjölum ef vel er leitað.
Sigrar eða ósigrar
Vinur minn sagði að maður ætti ekki að vera selja sig á stefnumótum, þe. segja af sér frægðarsögur, heldur ætti maður að reyna að selja hina óseljanlegu ósigra.
25 júlí 2010
Útí bláinn
Að ríða berbakt
út í bláinn
með gleymérei
í hárinu
eða taglinu.
Stefni mót sól
í háu roðagylltu
grasinu
og fullt tungl
fylgir í humátt á eftir.
út í bláinn
með gleymérei
í hárinu
eða taglinu.
Stefni mót sól
í háu roðagylltu
grasinu
og fullt tungl
fylgir í humátt á eftir.
Varið ykkur á Elísabetu Jökulsdóttur, hún er allstaðar
Elísabet Jökulsdóttir er komin á kreik, hún er með allskonar kröfur og viðhorf sem ég verð að beygja mig undir og taka tillit til, ég get ekki hreyft mig nema spyrja hana fyrst og hún er yfirleitt önnum kafin á Facebook, eða svo annars hugar að hún heyrir ekki í mér, ég er að gefast upp, já hún er að hugsa um Nóbelsverðlaunin, holdafar sitt, hvar hlutirnir eigi að vera, að hún fái engin starfslaun, að ekkert gangi, að allir séu ekki alltaf að tala um hana, að það sé langt síðan hún hafi komið í blöðunum, það var reyndar síðasta föstudag, en það var pínulítið mynd á baksíðu og hún leit út einsog Elísabet Englandsdrottning, eða skipstjóri í brúnni eða ég veit ekki hvað, ég vona bara að hún komist ekki í bloggið mitt.
Kannski
Það er svo magnað, maður á gott líf en heldur að það getur orðið betra ef maður eignist kærasta en það er kannski ekki það sem "vantar" heldur eitthvað annað eða ekki neitt. Sjálfstraust kannski,...
20 júlí 2010
sannleikur
ég skil ekki afhverju menn geta bara ekki sagt sannleikann, sannleikurinn kemur kannski upp um það að þeir séu lygnir og ómerkilegir, - og í hvaða sannleika lifa þeir þá sjálfir.
12 júlí 2010
Í steik
Ég var að tala við mann, það fór allt í steik, svo horfði ég á sjóndeildarhringinn og vissi að það er alltílagi að hlutirnir fari í steik, það er meirasegja eðlilegt að þeir fari í steik.
Brasilíufiðrildi
Og sjá, ég er floginn einsog nýskapað brasilíufiðrildi úr klóm almættisins! Ég er nýr og alt umhverfis mig er nýtt, tilveran líkust salúnsvef sem var settur upp í gær.
*
Þessi tilvitnun er úr Vefaranum frá Kasmír, en í ljóðinu hér að neðan er átt við fiðrildi sem flækjast hingað á sumrin, appelsínugul og svört, ....
*
Þessi tilvitnun er úr Vefaranum frá Kasmír, en í ljóðinu hér að neðan er átt við fiðrildi sem flækjast hingað á sumrin, appelsínugul og svört, ....
Raðhúsið
Raðhúsið mitt er búið til úr Brasilíufiðrildum
og þú kemur á svalirnar eina nóttina
og það er auðvitað opið uppá gátt
gluggatjöldin bærast í golunni
og ég að sturlast af þrá
eftir að taka í skyrtukragann þinn.
og þú kemur á svalirnar eina nóttina
og það er auðvitað opið uppá gátt
gluggatjöldin bærast í golunni
og ég að sturlast af þrá
eftir að taka í skyrtukragann þinn.
11 júlí 2010
Þursabit
Ég hefði þurft að beygja mig í ákveðnu máli, - þesssvegna fékk ég þursabit, guð tók mig og braut mig saman, fyrst ég vildi ekki beygja mig, - en hélt ég gæti barist við alla djöfla í heiminum í staðinn fyrir að gefast upp. Játa mig sigraða. - En ég er enn ekki búin að gefast upp, ég er enn að fá hugmyndir, ... enn að leita að smugu, - góði guð, viltu hjálpa mér að gefast upp. Mig langar ekki lengur að berjast við fíknina, mig langar að gefast upp, viltu gefa mér fúsleikann tilað gefast upp, - þetta er lífshættulegt, fíknin þurrkar út persónuleika minn og líf, fær mig tilað fara á ystu nöf, ég get ekki orðað þetta öðruvísi, - uppgjöf.
Ég gefst upp.
Ég viðurkenni vanmátt mitt gagnvart áfengi og mér var orðið um megn að stjórna eigin lífi.
*
Ég gefst upp.
Ég viðurkenni vanmátt mitt gagnvart áfengi og mér var orðið um megn að stjórna eigin lífi.
*
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)