11 júlí 2010

Þursabit

Ég hefði þurft að beygja mig í ákveðnu máli, - þesssvegna fékk ég þursabit, guð tók mig og braut mig saman, fyrst ég vildi ekki beygja mig, - en hélt ég gæti barist við alla djöfla í heiminum í staðinn fyrir að gefast upp. Játa mig sigraða. - En ég er enn ekki búin að gefast upp, ég er enn að fá hugmyndir, ... enn að leita að smugu, - góði guð, viltu hjálpa mér að gefast upp. Mig langar ekki lengur að berjast við fíknina, mig langar að gefast upp, viltu gefa mér fúsleikann tilað gefast upp, - þetta er lífshættulegt, fíknin þurrkar út persónuleika minn og líf, fær mig tilað fara á ystu nöf, ég get ekki orðað þetta öðruvísi, - uppgjöf.

Ég gefst upp.

Ég viðurkenni vanmátt mitt gagnvart áfengi og mér var orðið um megn að stjórna eigin lífi.





*

Engin ummæli: