25 júlí 2010

Varið ykkur á Elísabetu Jökulsdóttur, hún er allstaðar

Elísabet Jökulsdóttir er komin á kreik, hún er með allskonar kröfur og viðhorf sem ég verð að beygja mig undir og taka tillit til, ég get ekki hreyft mig nema spyrja hana fyrst og hún er yfirleitt önnum kafin á Facebook, eða svo annars hugar að hún heyrir ekki í mér, ég er að gefast upp, já hún er að hugsa um Nóbelsverðlaunin, holdafar sitt, hvar hlutirnir eigi að vera, að hún fái engin starfslaun, að ekkert gangi, að allir séu ekki alltaf að tala um hana, að það sé langt síðan hún hafi komið í blöðunum, það var reyndar síðasta föstudag, en það var pínulítið mynd á baksíðu og hún leit út einsog Elísabet Englandsdrottning, eða skipstjóri í brúnni eða ég veit ekki hvað, ég vona bara að hún komist ekki í bloggið mitt.

Engin ummæli: