26 febrúar 2010

Dagsetningin

Mjög margir hafa líkama samt ekki allir einsog ég hef ekki líkama en ég er með herbergi og sit þar á stóli og horfi á dagatal á veggnum tilað vita hvort dagarnir silist ekki áfram. Ég heyri aldrei neitt, ég held að allir séu horfnir úr byggingunni en samt er ljósið kveikt, ég lét múra uppí eina gluggann sem var einu sinni dansaði ég í herberginu en nú sit ég bara á stólnum stundum dett ég af stólnum og sofna á gólfinu en sest svo aftur í stólinn og horfi á dagatalið það er alltaf sami dagurinn 17.september 1979

*

Engin ummæli: