Ert þú ekki soldið lítill og krumpaður alla daga, spurði guð mig við morgunverðarborðið.
Jú, sagði ég, þannnig lagað...
En þú berð þig vel, sagði guð.
Já ætli það ekki, ansaði ég.
Þú ert ekkert að segjast vera lítill og krumpaður.
Nei, ég veit ekki hvort nokkur myndi skilja það.
Segjum tveir, sagði guð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli