17 febrúar 2010

Nóbelsdraumur

Mig dreymdi ég skvetti kaffi framan í eða á brjóstið á Nóbelsskáldinu, hann var gamall í draumnum og með Alzheimer, og ég gerði þetta óvart eða af hvatvísi, man það ekki, það var fólk í kringum okkur og það varð uppnám, svo seinna í draumnum ætlaði ég að biðja hann afsökunar en þá var hann kominn í vörslu Jóns Viðars og hann var eitthvað að pússa hann til, held það hafi verið á Leikmunasafninu, hitt var meira svona Naustið staðurinn sem ég skvetti kaffinu.

Engin ummæli: