28 febrúar 2010

Metsölubók

Ella Stína heyrði að hún væri alkabarn... alkabarn, hugsaði Ella Stína með sér til hryllingi og var að labba í skólann og þá fór með orðin: Af alkabarni ertu komin og að alkabarni skaltu aftur verða. Guð minn góður, hugsaði Ella Stína, ég verð í Alanon til dánardags... en ég get nú hætt á fundum, ha.... af alkabarni ertu komin og að alkabarni skaltu aftur verða, .... ég verð alltaf alkabarn, hugsaði Ella Stína, ég verð að reyna að skrifa metsölubók.

Engin ummæli: