22 febrúar 2010

Guð lítill og krumpaður

Einu sinni var maður að labba og þá hitti hann guð, guð var lítill og krumpaður, maðurinn þekkti ekki guð svo hann spurði:
Hver ert þú?
Ég er guð.
Guð?
Já.
Hvernig getur þú verið guð?
Nú?
Þú ert svo lítill og krumpaður.
Já, ég er samt guð.
Ég hélt að guð væri risastór og væri allt í öllu.
Þú ert með mikilmennskubrjálæði, sagði guð, allt er lítið og krumpað.

2 ummæli:

Heiða sagði...

elska þessa sögu! Hún er frábær!

Nafnlaus sagði...

Takk, ég skrifaði hana fyrir þig,

knús, Ella Stína