Höll: Ég geri ekki annað alla daga en að bíða eftir honum.
Hún: Kannski er hann að bíða eftir þér.
Höll: Ég er höll.
Hún: Það bíður enginn eftir höll.
Höll: Höll bíður ekki eftir neinum.
29 september 2010
Er höllin drottning?
Höll einmanaleikans: Ég geri ekki annað alla daga en að bíða eftir honum, þetta er óþolandi.
Hún: Kannski ert þú að láta bíða eftir þér.
Höll einmanaleikans: Ég er höll.
Hún: Kannski ertu drottning?
Höll einmanaleikans: Drottning?!!!?????
*
Höll einmanaleikans: Ertu að meina að ég sé drottning en ekki höll.
Hún: Drottningin gæti komið í ljós.
Höll einmanaleikans: Ég passa það ofurvel að drottningin sjáist ekki.
Hún: Einmitt, er þetta kannski lítil prinsessa?
Höll einmanaleikans: PRINSESSA HAHAHAHAHA....
Hún: Vannærð prinsessa sem vantar ást frá föður sínum.
Höll einmanaleikans: Þú meinar kónginum.
Hún: Er kóngur?
Höll einmanaleikans: Ég er búin að slátra nokkrum, líkin liggja í dýflissunni.
Hún: Kannski ert þú að láta bíða eftir þér.
Höll einmanaleikans: Ég er höll.
Hún: Kannski ertu drottning?
Höll einmanaleikans: Drottning?!!!?????
*
Höll einmanaleikans: Ertu að meina að ég sé drottning en ekki höll.
Hún: Drottningin gæti komið í ljós.
Höll einmanaleikans: Ég passa það ofurvel að drottningin sjáist ekki.
Hún: Einmitt, er þetta kannski lítil prinsessa?
Höll einmanaleikans: PRINSESSA HAHAHAHAHA....
Hún: Vannærð prinsessa sem vantar ást frá föður sínum.
Höll einmanaleikans: Þú meinar kónginum.
Hún: Er kóngur?
Höll einmanaleikans: Ég er búin að slátra nokkrum, líkin liggja í dýflissunni.
Höllin drambsama
Höllin: Ég geri ekki annað en að bíða eftir honum.
Hún: Kannski er hann að bíða eftir þér.
Höllin: Eftir mér?
Hún: Já, að þú látir renna af þér drambið.
Höllin: Hvaða dramb?
Hún: Drambið og hrokann.
Höllin: Það er naumast.
Hún: Hræðsluna, óttann.
*
Hún: Kannski er hann að bíða eftir þér.
Höllin: Eftir mér?
Hún: Já, að þú látir renna af þér drambið.
Höllin: Hvaða dramb?
Hún: Drambið og hrokann.
Höllin: Það er naumast.
Hún: Hræðsluna, óttann.
*
Höllin getur ekki pakkað niður
Höllin: Ég geri ekki annað en að bíða eftir honum, ég nenni því ekki lengur, ég er farin norður á Strandir.
Hún: Þú kæmist aldrei fyrir Kaldbak, þú ert höll.
Höllin: Er ég höll.
Hún: Höll með þrjúhundruð herbergjum, leynigöngum, sölum, turnum, görðum, og svo framvegis.
Höllin: Og kæmist ég ekki norður á Strandir.
Hún: Þú gætir ekki einu sinni pakkað niður.
Hún: Þú kæmist aldrei fyrir Kaldbak, þú ert höll.
Höllin: Er ég höll.
Hún: Höll með þrjúhundruð herbergjum, leynigöngum, sölum, turnum, görðum, og svo framvegis.
Höllin: Og kæmist ég ekki norður á Strandir.
Hún: Þú gætir ekki einu sinni pakkað niður.
28 september 2010
Höllin hlær
Höllin: Hann kíkir aldrei við svona óvænt.
Hún: Hann kíkti við í gær.
Höllin: Og hvað?
Hún: Það var allt slökkt og dregið fyrir glugga, hann hélt þú lægir inní þunglyndi.
Höllin: Hhahahahahahahha....
Hún: Hann kíkti við í gær.
Höllin: Og hvað?
Hún: Það var allt slökkt og dregið fyrir glugga, hann hélt þú lægir inní þunglyndi.
Höllin: Hhahahahahahahha....
Höllin á bakinu
Höll einmanaleikans: Afhverju kíkir hann aldrei við.
Hún: Hann kíkti við í gær.
Höll einmanaleikans: Já, alltaf að kíkja.
Hún: Má ekki kíkja á þig.
Höll einmanaleikans: Ég er búin að steypa uppí hjartað á mér. Sá sem getur höggvið steypuna af hann fær mig.
Hún: Og ætlar þú þá að flytja út.
Höll einmanaleikans: Hvert ætti ég að flytja?
Hún: Í kjólabúð.
Höll einmanaleikans: Hvaða della er þetta.
Hún: Ég er bara orðin svo rugluð.
Höll einmanaleikans: Rugluð!?
Hún: Já, ég get ekki búið hér lengur.
Höll einmanaleikans: Bú bú bú.
Hún: Ég verð að flytja.
Höll einmanaleikans: Ætlarðu að taka mig á bakið?
Hún: Hann kíkti við í gær.
Höll einmanaleikans: Já, alltaf að kíkja.
Hún: Má ekki kíkja á þig.
Höll einmanaleikans: Ég er búin að steypa uppí hjartað á mér. Sá sem getur höggvið steypuna af hann fær mig.
Hún: Og ætlar þú þá að flytja út.
Höll einmanaleikans: Hvert ætti ég að flytja?
Hún: Í kjólabúð.
Höll einmanaleikans: Hvaða della er þetta.
Hún: Ég er bara orðin svo rugluð.
Höll einmanaleikans: Rugluð!?
Hún: Já, ég get ekki búið hér lengur.
Höll einmanaleikans: Bú bú bú.
Hún: Ég verð að flytja.
Höll einmanaleikans: Ætlarðu að taka mig á bakið?
Höllin og planið
Höll einmanaleikans: Kærastinn minn kíkir aldrei við, svona óvænt.
Hún: Hann kom við í gær.
Höll einmanaleikans: Það var ekki óvænt, hann ætlaði að bjóða mér í pönnukökur.
Hún: Þú sérð það.
Höll einmanaleikans: Ég sé það ekki neitt, ég sé að hann var með plan. PLAN.
*
Hún: Hann kom við í gær.
Höll einmanaleikans: Það var ekki óvænt, hann ætlaði að bjóða mér í pönnukökur.
Hún: Þú sérð það.
Höll einmanaleikans: Ég sé það ekki neitt, ég sé að hann var með plan. PLAN.
*
Höllin gefur prik
Höll einmanaleikans: Afhverju kemur kærastinn minn aldrei við?
Hún: Hann kíkti við í gær.
Höll einmanaleikans: Nú jæja, hann fær prik fyrir það.
*
Hún: Hann kíkti við í gær.
Höll einmanaleikans: Nú jæja, hann fær prik fyrir það.
*
Kærasti hallarinnar
Höll einmanaleikans: Afhverju er kærastinn alltaf að hringja í mig?
Hún: Hann langar að heyra í þér.
Höll einmanaleikans: Hann er að tjékka á mér.
*
Hún: Hann langar að heyra í þér.
Höll einmanaleikans: Hann er að tjékka á mér.
*
Mamma hallarinnar
Höll einmanaleikans: Ég er með ýmsar hugmyndir.
Hún: Nú, hvernig þá.
Höll einmanaleikans: Afhverju hefur mamma ekki komið í heimsókn.
Hún: Hún kom í gær.
Höll einmanaleikans: Já, en þar á undan.
*
Hún: Nú, hvernig þá.
Höll einmanaleikans: Afhverju hefur mamma ekki komið í heimsókn.
Hún: Hún kom í gær.
Höll einmanaleikans: Já, en þar á undan.
*
Höll og kofi
Höllin: Hann er bara kofi.
Hún: Kofi?
Höllin: Hann er kofi, ég er höll.
Hún: Hann kemst kannski útúr kofanum.
Höllin: Og í höllina.
*
Hún: Kofi?
Höllin: Hann er kofi, ég er höll.
Hún: Hann kemst kannski útúr kofanum.
Höllin: Og í höllina.
*
Ég er höll
Höllin: Ég þarf að komast á Facebók.
Hún: Viltu ekki hitta kærastann þinn?
Höllin: Ég er höll.
Hún: Viltu ekki hitta kærastann þinn?
Höllin: Ég er höll.
Höllin er ekki með munn
Höllin: Mig langar í nammi.
Hún: Nammi.
Höllin: Ég hef bara engan munn.
Hún: Er þetta ekki fulllangt gengið.
Höllin: Ha?
Hún: Þú ert ekki höll.
Hún: Nammi.
Höllin: Ég hef bara engan munn.
Hún: Er þetta ekki fulllangt gengið.
Höllin: Ha?
Hún: Þú ert ekki höll.
Höllin getur ekki sofnað
Höllin: Ég get ekki farið að sofa.
Hún: Hvað er.
Höllin: Það gætu komið innbrotsþjófar.
Hún: Þú ert að fóðra óttann.
Höllin: Fóðra óttann?
Hún: Veggfóðra höllina.
Hún: Hvað er.
Höllin: Það gætu komið innbrotsþjófar.
Hún: Þú ert að fóðra óttann.
Höllin: Fóðra óttann?
Hún: Veggfóðra höllina.
27 september 2010
Sópað í höllinni
Höllin: Hvað ert þú að gera hérna?
Hún: Ég er að sópa hérna.
Höllin: Sópa!!!???
Hún: Sópa í höllinni.
Höllin: Er ekki allt í lagi!?
Hún: Ég er að sópa hérna.
Höllin: Sópa!!!???
Hún: Sópa í höllinni.
Höllin: Er ekki allt í lagi!?
Höllin vildi hann hringdi
Höllin: Afhverju hringir hann ekki?
Hún: Þú baðst hann um að hringja ekki.
Höllin: Hann hefði nú samt getað hringt.
Hún: Þú baðst hann um að hringja ekki.
Höllin: Hann hefði nú samt getað hringt.
Kannast við Höll einmanaleikans
Það er margir sem segjast kannast við Höll einmanaleikans, - mér finnst það skrítið, því ég hélt ég byggi hérna ein.
Höll einmanaleikans.
Fólk spyr mig stundum að nafni, ég segist þá heita Höll einmanaleikans, mér finnst það einhvernveginn passa betur en Gremja.
Höllin
Höllin: Ég ætla horfa aðeins á sjónvarpið.
Hún: Sjónvarpið.
Höllin: Færðu þig aðeins, ég ætla leggjast í sófann.
Hún: En hvað með höllina.
Höllin: Hvaða höll?
Hún: Höll einmanaleikans.
Höllin: Þekki enga slíka höll, það var einu sinni róni sem ég þekkti sem var kallaður höll einmanaleikans.
Hún: Sjónvarpið.
Höllin: Færðu þig aðeins, ég ætla leggjast í sófann.
Hún: En hvað með höllina.
Höllin: Hvaða höll?
Hún: Höll einmanaleikans.
Höllin: Þekki enga slíka höll, það var einu sinni róni sem ég þekkti sem var kallaður höll einmanaleikans.
Höllin með test
Höllin: Þú hefur sagt frá mér.
Hún: Nei, ég hef engum sagt.
Höllin: Það var gott.
Hún: Afhverju hélstu það?
Höllin: Þetta var test.
Hún: Test!?
Höllin: Þú hefur semsagt sagt einhverjum.
Hún: Nei, ég hef engum sagt.
Höllin: Það var gott.
Hún: Afhverju hélstu það?
Höllin: Þetta var test.
Hún: Test!?
Höllin: Þú hefur semsagt sagt einhverjum.
Höllin blikkar
Höll einmanaleikans var dimm og drungaleg, þar var hvergi ljósglæta. Stundum ef síminn hringdi þá upplýstist höllin en það voru blikkandi viðvörunarljós.
Höllin sem hundur
Höllin trítlaði við hliðina á mér og þegar við mættum einhverjum settist hún niður. Voðalega er þetta hlýðin höll, sagði sá sem við mættum. Svo spjölluðum við saman góða stund og svo hélt ég áfram með höllina. Þú heldur að ég sé hundur, sagði höllin þá. Hundur? Já, þú hefur mig í bandi, gefur mér hundamat, lætur mig setjast, klappar mér og hvaðeina, afhverju heldurðu að ég sé hundur. Það ert þú sem hefur alltaf heimtað að vera hundur, sagði ég þá.
Höll útí tunnu
Hún: Get ég fengið Höll einmanaleikans?
Þjónninn: Því miður, hún er ekki lengur í boði.
Hún: Er ekki einhver gömul útí tunnu?
Þjónninn: Því miður, hún er ekki lengur í boði.
Hún: Er ekki einhver gömul útí tunnu?
Höll á lager
Höll einmanaleikans: Ég er hrunin.
Hún: Ég fá þá aðra á lager.
Höll einmanaleikans: Lager!!!!!!!!!!!!!!!! Sagðirðu lager!!!! Þú ert búin með lagerinn.
Hún: Ég fá þá aðra á lager.
Höll einmanaleikans: Lager!!!!!!!!!!!!!!!! Sagðirðu lager!!!! Þú ert búin með lagerinn.
Höllin er alheimurinn
Hún: Þú ert hrunin, ég þarf að byggja þig upp aftur.
Höll einmanaleikans: Já, þú þarft að byggja mig í líki skýjanna, sólarinnar, skógarins, húsanna, dýranna, gatnanna, götuljósanna, garðanna, fólksins, alls á jörðinni og í líki stjarnanna.
Höll einmanaleikans: Já, þú þarft að byggja mig í líki skýjanna, sólarinnar, skógarins, húsanna, dýranna, gatnanna, götuljósanna, garðanna, fólksins, alls á jörðinni og í líki stjarnanna.
Höll rís af sjálfu sér
Hún: Ef þú hrynur, hvað gerist þá?
Höll einmanaleikans: Þá rís ég af sjálfu sér.
Höll einmanaleikans: Þá rís ég af sjálfu sér.
Höll rís af sjálfu sér
Hún: Má ég spyrja þig að einu.
Höll einmanaleikans: Hvað?
Hún: Hvað gerist ef þú hrynur.
Höll einmanaleikans: Ef ég hryn?
Hún: Þarf ég þá að byggja þig aftur?
Höll einmanaleikans: Nei, þá rís ég af sjálfu sér.
Höll einmanaleikans: Hvað?
Hún: Hvað gerist ef þú hrynur.
Höll einmanaleikans: Ef ég hryn?
Hún: Þarf ég þá að byggja þig aftur?
Höll einmanaleikans: Nei, þá rís ég af sjálfu sér.
Höllin bítur
Höll einmanaleikans trítlaði við hliðina á henni niður í bæ.
Hún: Þú mátt ekki bíta neinn.
Höll einmanaleikans: Ég bít þá sem mér sýnist.
Hún: Þú mátt ekki bíta neinn.
Höll einmanaleikans: Ég bít þá sem mér sýnist.
Höll einmanaleikans
Höll einmanaleikans lá fram lappir sínar og hét henni ævarandi tryggð. Ég verð alltaf hjá þér, sagði höll einmanaleikans. Alltaf? Alltaf, ítrekaði höll einmanaleikans. Hvað þarf ég að gera í staðinn? spurði hún. Ekki segja neinum frá mér.
Kærleiks
Kærleikurinn er eina vitið, - ég á engra kosta völ, en samt er það auðvitað val, hvað verður um mig ef ég vel kærleikann. Verður þá ekki valtað yfir mig, og ég missi allan mátt, segi já, - já? Já! Og finn mér vöknar um augun og tárin koma fram í andlitið, þau hafa beðið þar í viðbragsstöðu, hvað gerist ef ég opna fyrir kærleikann, - þá lifi ég kannski.... lifi, -
Draumur 27.september
Mig dreymdi ég varð hrifin af Grænlendingi, hann var pabbi stelpu sem ég kannaðist við. Hann var með sítt gljáandi svart hár og ég kyssti hann. Það var reyndar flóki í hárinu á honum. Mér fannst hann ætti að vera maðurinn minn, svo vorum við alltíeinu lögst á þröskuld á apóteki og það var ekki eins gott að kyssa hann og í byrjun. Þá kom ungur maður hlaupandi og sagði hann þyrfti að koma strax, því það væri vesen. Þá kom í ljós að Grænlendingurinn var bæjarstjórinn í þessum bæ.
Þá fer óttinn burt
Ef ég bara treysti þá fer óttinn burt.
Ef ég vona það besta þá fer óttinn burt.
Ef ég trúi þá fer óttinn burt.
Ef ég er í kærleikanum þá fer óttinn burt.
Ef ég segi satt þá fer óttinn burt.
Ef ég upplifi mig jafna öðrum og ekki fyrir ofan þá eða neðan þá, - þá fer óttinn burt.
Ef ég borga reikningana mína fer óttinn burt
Ef ég fer í sund fer óttinn burt.
Ef ég tala við vini mína fer óttinn burt.
Ef ég steiki læri fyrir börnin fer óttinn burt.
Ef ég brosi fer óttinn burt.
Ef ég hugsa ekki um það meir fer óttinn burt.
Ef ég vona það besta þá fer óttinn burt.
Ef ég trúi þá fer óttinn burt.
Ef ég er í kærleikanum þá fer óttinn burt.
Ef ég segi satt þá fer óttinn burt.
Ef ég upplifi mig jafna öðrum og ekki fyrir ofan þá eða neðan þá, - þá fer óttinn burt.
Ef ég borga reikningana mína fer óttinn burt
Ef ég fer í sund fer óttinn burt.
Ef ég tala við vini mína fer óttinn burt.
Ef ég steiki læri fyrir börnin fer óttinn burt.
Ef ég brosi fer óttinn burt.
Ef ég hugsa ekki um það meir fer óttinn burt.
Að fóðra óttann
Óttinn er fóðraður með snobbi, sýndarmennsku, óheiðarleika, efasemdum, ranghugmyndum, hjátrú, vantrú, tilgerð, leti, .... að fóðra óttann, til hvers að fóðra óttann, af því maður þekkir óttann svo vel, og veit hvað hann étur, maður á það alltaf til uppí skáp, maður þarf að fara niðrí fjöru tilað ná í eitthvað handa kærleikanum og maður nennir ekki þangað, svo maður gefur óttanum endalaust að éta, því óttinn er alltaf kominn á öxlina á þér, og vill fá að éta úr lófa þínum, hrifsað það reyndar þaðan og alla hendina með, skjálfandi höndina, óttinn óttinn óttinn, eitthvað svo kunnuglegur, veist hvar hann á heima, einsog núna þorir ekki að segja frá óttanum, það er hægt að segja þetta í einni línu: Að fóðra óttann; af því óttinn er svo sannfærandi þegar þér finnst þú tildæmis ekki þurfa borga skattinn af því þú átt svo bágt eða þér finnst kærastinn þinn ekki nógu góður, allar þessar hugmyndir bara tilað fóðra óttann, þangað til óttinn étur þig upp, - og heldur bara lífi í þér svo hann geti étið þig aftur upp, og aftur.
Já, veistu, óttinn getur líkamnast, það er einmitt hann sem stendur og les þennan texta yfir öxlina á mér.
ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ
Já, veistu, óttinn getur líkamnast, það er einmitt hann sem stendur og les þennan texta yfir öxlina á mér.
ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ
16 september 2010
Já, þetta byrjaði allt með sól
Sól og flauelsmjúkur sjór
KR-Breiðablik í dag
Jökull að keppa
áfram Jökull
áfram Breiðablik og bæta við, -
Mamman, Kolbrá, Illugi, Ísleifur, Garpur, Ingunn, Kristín, fjölskylda Kristínar, og allir, - á vellinum, gleyma sér, hrópa og kalla, trommur og söngur, -
kannski kemur Gulli, -
ef hann er ekki að hugsa um Odd, biðjum fyrir honum og sendum honum bata, bata, bata, batakveðjur, - elsku strákurinn, -
Góða skemmtun á vellinum, vinnum KR!!!!! Breiðablik hlustið á mig, - ....
KR-Breiðablik í dag
Jökull að keppa
áfram Jökull
áfram Breiðablik og bæta við, -
Mamman, Kolbrá, Illugi, Ísleifur, Garpur, Ingunn, Kristín, fjölskylda Kristínar, og allir, - á vellinum, gleyma sér, hrópa og kalla, trommur og söngur, -
kannski kemur Gulli, -
ef hann er ekki að hugsa um Odd, biðjum fyrir honum og sendum honum bata, bata, bata, batakveðjur, - elsku strákurinn, -
Góða skemmtun á vellinum, vinnum KR!!!!! Breiðablik hlustið á mig, - ....
Að vilja lifa
Mjög gott er að byrja hvern morgun á því að teygja úr sér og segja syfjulega: Ég vil lifa, .....
08 september 2010
Draumur, - leiksýning
Mig dreymdi ég kom í leikhúsið, ek. heimaleikhús, eða úti á landi leikhús, það var leiksýning í gangi, á aftasta bekk sat kona með lítinn strák sem gat ekki séð leiksýninguna, ég reyndi að hjálpa honum en konan var ekki hress með það.
Draumur, ég, Jónsi í Sigurrós og Doris Day
mig dreymdi að hljómsveitin sigurrós væri að pakka og flytja í kjallaranum á kjörgarði, þeir voru ma. að skila mér dóti sem þeir höfðu fengið lánað einsog tvíbreiðu rúmi sem var með kórónu öðru megin á, - og ég var að hugsa um að hafa það á miðju gólfi svo kórónan myndi njóta sín, -
... svo seinna í draumnum þá var ég komin í herbergi með jónsa í sigurrós, við stóðum fyrir framan svona gamaldags skáp úr ljósum viði, - einsog var til heima hjá mér þegar ég var lítil, þarsem var glerskápur og svo aðrir skápar, meðal annars einsog púlt, þetta var allt lokað, ég stóð fyrir framan skápinn, og jónsi fyrir aftan mig og svo sáum við óvæntan hlut, ek. leynihólf í skápnum, sem hægt var að toga út, fyrst var það ljóst að lit, en þegar við toguðum í það breyttust litirnir og urðu regnbogalitir eða sýrðir, - og það kom í ljós að þetta var svona sönghólf eða hvað heitir það þarsem hægt er að ýta takka og fá spilað lag, við ýttum á nr. 2 og fengum lag með Doris Day.
*
... svo seinna í draumnum þá var ég komin í herbergi með jónsa í sigurrós, við stóðum fyrir framan svona gamaldags skáp úr ljósum viði, - einsog var til heima hjá mér þegar ég var lítil, þarsem var glerskápur og svo aðrir skápar, meðal annars einsog púlt, þetta var allt lokað, ég stóð fyrir framan skápinn, og jónsi fyrir aftan mig og svo sáum við óvæntan hlut, ek. leynihólf í skápnum, sem hægt var að toga út, fyrst var það ljóst að lit, en þegar við toguðum í það breyttust litirnir og urðu regnbogalitir eða sýrðir, - og það kom í ljós að þetta var svona sönghólf eða hvað heitir það þarsem hægt er að ýta takka og fá spilað lag, við ýttum á nr. 2 og fengum lag með Doris Day.
*
Ísland....
Fimm kórar í sjósundi, semsagt hálfir í kafi útí sjó, syngjandi og prjónandi, -
það er Ísland, eilfur, geðveikislegur söngur, sjósund og prjónaskapur, -
bráðum förum við líka að byggja t0rfkofana, -
ég er snillingur. og sviðakjammi og svimakjammi.
það er Ísland, eilfur, geðveikislegur söngur, sjósund og prjónaskapur, -
bráðum förum við líka að byggja t0rfkofana, -
ég er snillingur. og sviðakjammi og svimakjammi.
07 september 2010
Eftir sínu höfði
Hann þoldi hana ekki.
Þoldi hana ekki afhverju?
Hún var ekki einsog hann vildi hafa hana.
Hvernig vildi hann hafa hana.
Eftir sínu höfði.
Þoldi hana ekki afhverju?
Hún var ekki einsog hann vildi hafa hana.
Hvernig vildi hann hafa hana.
Eftir sínu höfði.
Flatt
Hún fór flatt á þessu.
Flatt á hverju?
Hún fór heldur betur flatt á þessu.
Heldur betur flatt á hverju.
Ég segi ekki meir.
Flatt á hverju?
Hún fór heldur betur flatt á þessu.
Heldur betur flatt á hverju.
Ég segi ekki meir.
Hennar týpa
Þetta er algjörlega hennar týpa.
Nú?
Já.
Hvernig þá.
Bara.
Hvernig þá hennar týpa.
Einsog hún vill hafa þá.
Nú?
Já.
Hvernig þá.
Bara.
Hvernig þá hennar týpa.
Einsog hún vill hafa þá.
Ugla og Mínerfa
Finnst þér þær ekki svipaðar?
Hverjar?
Mínerva og Ugla.
Svipaðar.
Já.
Hvernig þá.
Báðar svona hálfsofandi.
Hálfsofandi.
Já og með stórt nef.
Hverjar?
Mínerva og Ugla.
Svipaðar.
Já.
Hvernig þá.
Báðar svona hálfsofandi.
Hálfsofandi.
Já og með stórt nef.
06 september 2010
Petrína
Hún minnir alveg rosalega á Petrínu.
Petrínu.
Já, finnst þér það ekki.
Hún er ekkert lík Petrínu.
Þær gætu verið tvíburar.
Tvíburar?
Já, þær eru svo líkar.
Þær eru ekkert líkar.
Nei, þær eru kannski ekkert svo líkar.
Petrínu.
Já, finnst þér það ekki.
Hún er ekkert lík Petrínu.
Þær gætu verið tvíburar.
Tvíburar?
Já, þær eru svo líkar.
Þær eru ekkert líkar.
Nei, þær eru kannski ekkert svo líkar.
Ágústa
Hún minnir mig á Ágústu.
Ágústu?
Já.
Hvaða Ágústu?
Ágústu.
Ágústu hvaða.
Ágústu í sjoppunni á Selfossi.
Ágústu?
Já.
Hvaða Ágústu?
Ágústu.
Ágústu hvaða.
Ágústu í sjoppunni á Selfossi.
Tengsl
Hann er bróðir Hildar sem er systir hans Gulla.
Hún er systir Gulla sem er bróðir hans Nonna.
Hún er amma hans Nonna sem er giftur henni Dísu.
Dísa er tvíburasystir Lilju sem býr fyrir norðan.
Þekkist þið Hrafnhildur?
Hún er með Nonna sem er bróðir hennar Karenar.
Karenar?
Hún bjó á Siglufirði um svipað leyti.
Siglufirði.
Svo flutti hún þaðan og býr núna í Breiðholtinu og er að pæla í að skilja við Nonna?
Skilja við hann?
Já, hann kann ekki að fara í sleik.
Í alvöru.
Nei hvað veit ég.
Kann hann ekki að fara í sleik?
Hann segir hún hafi of sterka tungu.
Of sterka tungu?
Eða eitthvað.
Hún er systir Gulla sem er bróðir hans Nonna.
Hún er amma hans Nonna sem er giftur henni Dísu.
Dísa er tvíburasystir Lilju sem býr fyrir norðan.
Þekkist þið Hrafnhildur?
Hún er með Nonna sem er bróðir hennar Karenar.
Karenar?
Hún bjó á Siglufirði um svipað leyti.
Siglufirði.
Svo flutti hún þaðan og býr núna í Breiðholtinu og er að pæla í að skilja við Nonna?
Skilja við hann?
Já, hann kann ekki að fara í sleik.
Í alvöru.
Nei hvað veit ég.
Kann hann ekki að fara í sleik?
Hann segir hún hafi of sterka tungu.
Of sterka tungu?
Eða eitthvað.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)