27 september 2010
Draumur 27.september
Mig dreymdi ég varð hrifin af Grænlendingi, hann var pabbi stelpu sem ég kannaðist við. Hann var með sítt gljáandi svart hár og ég kyssti hann. Það var reyndar flóki í hárinu á honum. Mér fannst hann ætti að vera maðurinn minn, svo vorum við alltíeinu lögst á þröskuld á apóteki og það var ekki eins gott að kyssa hann og í byrjun. Þá kom ungur maður hlaupandi og sagði hann þyrfti að koma strax, því það væri vesen. Þá kom í ljós að Grænlendingurinn var bæjarstjórinn í þessum bæ.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli