Ef ég bara treysti þá fer óttinn burt.
Ef ég vona það besta þá fer óttinn burt.
Ef ég trúi þá fer óttinn burt.
Ef ég er í kærleikanum þá fer óttinn burt.
Ef ég segi satt þá fer óttinn burt.
Ef ég upplifi mig jafna öðrum og ekki fyrir ofan þá eða neðan þá, - þá fer óttinn burt.
Ef ég borga reikningana mína fer óttinn burt
Ef ég fer í sund fer óttinn burt.
Ef ég tala við vini mína fer óttinn burt.
Ef ég steiki læri fyrir börnin fer óttinn burt.
Ef ég brosi fer óttinn burt.
Ef ég hugsa ekki um það meir fer óttinn burt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli