08 september 2010

Draumur, ég, Jónsi í Sigurrós og Doris Day

mig dreymdi að hljómsveitin sigurrós væri að pakka og flytja í kjallaranum á kjörgarði, þeir voru ma. að skila mér dóti sem þeir höfðu fengið lánað einsog tvíbreiðu rúmi sem var með kórónu öðru megin á, - og ég var að hugsa um að hafa það á miðju gólfi svo kórónan myndi njóta sín, -

... svo seinna í draumnum þá var ég komin í herbergi með jónsa í sigurrós, við stóðum fyrir framan svona gamaldags skáp úr ljósum viði, - einsog var til heima hjá mér þegar ég var lítil, þarsem var glerskápur og svo aðrir skápar, meðal annars einsog púlt, þetta var allt lokað, ég stóð fyrir framan skápinn, og jónsi fyrir aftan mig og svo sáum við óvæntan hlut, ek. leynihólf í skápnum, sem hægt var að toga út, fyrst var það ljóst að lit, en þegar við toguðum í það breyttust litirnir og urðu regnbogalitir eða sýrðir, - og það kom í ljós að þetta var svona sönghólf eða hvað heitir það þarsem hægt er að ýta takka og fá spilað lag, við ýttum á nr. 2 og fengum lag með Doris Day.

*

Engin ummæli: