27 september 2010

Að fóðra óttann

Óttinn er fóðraður með snobbi, sýndarmennsku, óheiðarleika, efasemdum, ranghugmyndum, hjátrú, vantrú, tilgerð, leti, .... að fóðra óttann, til hvers að fóðra óttann, af því maður þekkir óttann svo vel, og veit hvað hann étur, maður á það alltaf til uppí skáp, maður þarf að fara niðrí fjöru tilað ná í eitthvað handa kærleikanum og maður nennir ekki þangað, svo maður gefur óttanum endalaust að éta, því óttinn er alltaf kominn á öxlina á þér, og vill fá að éta úr lófa þínum, hrifsað það reyndar þaðan og alla hendina með, skjálfandi höndina, óttinn óttinn óttinn, eitthvað svo kunnuglegur, veist hvar hann á heima, einsog núna þorir ekki að segja frá óttanum, það er hægt að segja þetta í einni línu: Að fóðra óttann; af því óttinn er svo sannfærandi þegar þér finnst þú tildæmis ekki þurfa borga skattinn af því þú átt svo bágt eða þér finnst kærastinn þinn ekki nógu góður, allar þessar hugmyndir bara tilað fóðra óttann, þangað til óttinn étur þig upp, - og heldur bara lífi í þér svo hann geti étið þig aftur upp, og aftur.

Já, veistu, óttinn getur líkamnast, það er einmitt hann sem stendur og les þennan texta yfir öxlina á mér.

ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ

Engin ummæli: