Það er alltaf allt að hjá mér, þegar ég fer á klósettið lít á klístruðu blómin á veggnum og hugsa það væri nú ráð að setja flísar þarna, sópa mylsnuna saman í horninu, raða uppá nýtt í handklæðaskápnum, færa geymslukassann inní geymslu, þrífa vaskinn, raða klósettpappírnum, strjúka af glerinu á myndinni fyrir ofan klósettið, þrífa spegilinn, og svo framvegis,
og svo hugsa ég um hvort ég eigi að sofa uppi eða niðri, niðri eða uppi og hvort ég eigi að kaupa nýjan bókaskáp, eða setja einn bókaskápinn aftur á gamla staðinn og hvað ég eigi þá að setja í staðinn fyrir hann, og hvort ég eigi kannski að fá mér vinnustofu, eða læra á píanóið, slípa upp gólfið í stofunni, færa gula stólinn aftur inní stofu, gera við saumspretturnar í gula stólnum, hvort ég eigi að mála gluggana að utan, sópa tröppurnar, hengja útúr vélinni, hafa pelsinn inní vinnuherbergi, í gestaherberginu eða fatahenginu, hvort ég eigi að láta gera við ofninn í stofunni, láta setja þrefalt gler í litla gluggann og hvaða vasi eigi að standa í glugganum, svona gef ég mér engan frið,
og held hausnum, hugsunum mínum alltaf uppteknum, aldrei sátt við hlutina einsog þeir eru, og aldrei sátt við sjálfa mig einsog ég er og þar af leiðandi aldrei sátt við annað fólk einsog það er.
Svo nú ríkir sáttin. Það er ekkert að. Það er allt í lagi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli