21 október 2010

Fugl í lófanum

Vinátta, ég veit ekkert um vináttu, - jú vinátta er þegar vinkona mín segir
: Mundu hver þú ert?
: Hvernig líður þér blóm?
: Hvernig hefurðu það?

Þegar einhver tekur í höndina á mér, þegar einhver dinglar, þegar einhver sest í bláa sófann, þegar einhver sest við eldhúsborðið, þegar einhver kemur með fugl í lófanum, -

*

Fólk er með fugl í lófanum,
allir eru með fugl í lófanum,
svo ekki kreppa hnefann
þá getur fuglinn kramist,
opnaðu lófann þá sést fuglinn
eða flýgur burt,
og hafðu lófann opinn
svo fuglinn geti sest
í lófann aftur.

Þessi fugl í lófanum
sést ekki nema á sorgarstundum
og einstaka gleðistund,

það veit ég
því vinkona mín
kom einu sinni
þegar pabbi minn dó
hún rétti fram lófann
og mér sýndist vera fugl
í lófanum

og nú þrjátíuárum seinna
veit ég að það var rétt,
það er alltaf fugl
en hann sést ekki alltaf,....

*

Engin ummæli: