24 október 2010
Draumur 24.október
Mig dreymdi ég væri á gamla Reynimel og byggi í kjallaranum einsog ég gerði um tvítugt og líka sautján ára þegar Kristjón kom í heiminn, í einu herbergi ónotuðu var ek. geymsla en samt ekki geymsla en þar voru nokkur málverk, svo fannst mér manneskja af málverkinu vakna upp og koma til mín, og ég varð hrædd og hélt hún væri innbrotsþjófur en í rauninni held ég hún hafi vaknað upp annaðhvort úr geymslunni eða málverkinu, - hún kom nálægt mér, ég sá að þetta var ég en var samt hrædd, við sjálfa mig, - ég fór útúr húsinu og var að reyna að hringja á lögregluna, - en málið er ég að veit ekki frá hvaða tímabili þessi stúlka var, -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli