19 október 2010

Áttin snérist, -

Ég er mjög ólík sjálfri mér, ég vil bara sofa, ég vil ekki vinna, ekki borða hollt, ekki fara í sund, í gær hélt ég að myndi verða bráðkvödd, bara um hábjartan dag, ég fattaði í morgun að heilinn á mér er girtur af með þráhyggjum, svo las ég komment á Facebók að maður á að hoppa yfir girðingar, eða brjóta þær, "tilþess eru girðingar", .... en ég hef enga döngun í mér til þess og þó, ég er að skrifa þessi orð, ég er búin að fá leið að skrifa eitthvað inní tölvunni, ég vil að það birtist strax og allir viti hvað ég eigi bágt, ég fór alltíeinu að hugsa hvað það hefur verið erfitt að veikjast á geði 2o ára gömul, ég meina það eru 32 ár síðan, afhverju er ég að hugsa um það, ég kveikti á rauðu kerti og fékk mér te úr þurrkuðum jurtum, himneskt og undursamlegt, það er sunnanátt, áðan var suðvestanátt, -

Engin ummæli: