Það er til bók sem heitir þetta, Embrace your inner.....critiker
Við erum semsagt öll með innri krítíker sem gagnrýnir okkur svo við förum ekki yfir strikið og svona, en stundum fer gagnrýnandinn yfir strikið, þe. gagnrýnir okkur endalaust og miskunnarlaust, hverja hreyfingu, hugsun, orð og gerðir. Hann er mjög þreyttur á þessu en fær aldrei hvíld og þá verður hann grimmur, geri ég ráð fyrir, gagnrýnandinn sést mjög oft í andliti fólks, hrukkunni milli augabrúnanna til dæmis, það er ekki endilega áhyggjuhrukka. Hann felur sig oft í áhyggjum og hinu og þessu.
gagnrýnandinn minn starfar ekki aðeins í hausnum á mér, heldur líka öðru fólki, hann plantar sér í annað fólk og gagnrýnir mig þaðan, þetta gerist án þess ég þurfi að vita hvað fólk hugsar, ég skynja það bara, eða jú auðvitað veit ég það, að öðru fólki er illa við mig, álítur mig fávita, geðsjúkling, gamla fyllibyttu, skrítna manneskju, manneskju sem á engan bíl eða kærasta, og það dásamlega við þetta er að ég veit þetta ánþess fólk þurfi að segja mér það, gagnrýnandinn minn er sannkallaður TÖFRAGAGNRÝNANDI, ....
*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hahahaaa!
er það þetta sem kallað er innsæi?
:) faðmlag
innsæisbomba....
Skrifa ummæli