Það hefur komið í ljós að þessi sem ég hélt að væri Eiríksjökull heitir Geitlandsjökull og það er til Geitlandsjökull eitt og tvö, og nú er ég að fá mér kaffi af því ég kom heim í gær, dauðþreytt af því ég hafði ekki sofið en gat svo ekki sofnað þegar ég kom heim og sá fyrir mér kindurnar í fjárhúsinu, öll þessi augu, allar þessar nasir, öll þessi horn.
Svo það má segja ég hafi sofnað í fjárhúsunum.
Og þegar ég vaknaði sá ég fyrir mér hestana í freðnum móunum, eitthvað að bíta, eða horfa útí loftið, svo það má segja að ég hafi vaknað í móanum og komist að því að ég er ekki hestur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli