22 apríl 2010
Hún segir mér...
sko, það kommentarar enginn ef þú segist eiga geðveika systur, hvað þá að þú segir að það sé ömurlegt, fólk vill bara að þú sért voða umburðarlynd, víðsýn og fordómalaus, en þetta er systir mín, og hún vill ekkert að ég sé umburðarlynd, víðsýn og fordómalaus, hún vill bara að ég sé góð og henni finnst það vera rosalegt mál að vera með geðhvörf, en mér finnst það ekkert mál og ég er alltaf að segja henni það, en það er bara einsog enginn hafi veikst í heiminum nema hún, og ég held það sé svoldið svoleiðis, en hún segir mér alltaf þegar hún sér tunglið merla á sjónum. og ég ein veit þegar fegurðin er að bera hana ofurliði og hún hugsar með sér hvort hún eigi eftir að muna þetta kvöld.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli