03 apríl 2010

Hausinn

Frosinn lækurinn
hlykkjaðist einsog kirkjutröppur
upp gilið
að fossinum
ekki hemaður eða hélaður
heldur frosinn
svo hann sýndist
úr marmara eða silki
og efst í gilinu
stóð fossinn
eða var það brúður
í hvítum kjól
eða var það bara pilsið
það vantaði
allavega á hana
hausinn.

Engin ummæli: