Þetta er búið að standa yfir í meiren þrjátíu ár, og alltíeinu fékk ég leið á því, þessi seigdrepandi hugsun sem hefur verið einsog stálkló um heilann og lagt undir sig tilfinningalífið, frumurnar og innyflin, fjöllin núna og myrkrið, himintunglin og hendurnar á mér, - og þá kemur þessi leiði einsog frelsandi engill, - og ég eignast sjálfa mig, að minnsta kosti til hálfs....
ég elska mig, ég er svo æðisleg, skemmtilega hugsandi, töfrandi falleg og einstök og mikið undur hér á jörð með heilan heim á bak við mig... og næ stundum í alla aðra heima líka.
Hamingjan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli