Fór á bolnum í úlpunni á fund, labbaði, en nennti svo ekki í sund einsog ég elska sund, kannski á morgun, sá svo alltíeinu hvað Lillý Elísabet er lík honum Jökli, og það er kalt og er ég er að hugsa um líf mitt, eða þeas. vinnuna mína....
og naglalakkið!
31 október 2011
30 október 2011
haustblogg
það er haustleg, laufin eru fallin af trénu, ég er ein í stofunni, óskar liggur í einari, með ótrúlega blá augu, ég fór að huga að apótekaraglösunum, og las uppúr geðveikihandritinu mínu, bara eina sjúkraskýrslu, laufey og jón komu í hádegiskaffi, veturinn er á leiðinni, flottar myndir af emblu og lillý, lífið er dásamlegt, kannski á ég fleiri en eina sögu í tölvunni, og vantar útgefanda, stofan er svo glæsileg núna eftir breytingarnar.....
29 október 2011
Hin hryllilega tannaðgerð
Vaknaði og sagði við sjálfa mig, ég fer aldrei í þessa hryllilegu tannaðgerð en svo var lítill álfur sem hvíslaði mér að halda áfram....halda áfram ferðinni.... stundum nefnilega vil ég ekki halda áfram en fara aftur á bak eða standa í stað....
26 október 2011
Kvöldganga með Lillý Elísabet
Vaknaði undarlega máttlaus en bjartsýn, fékk mér kaffi, prótín, lýsi, vítamín, kíkti á Facebók og Heiðar ætlar að kíkja í kaffi, - í gærkvöldi fór ég í sund, synti fimm hundruð metra, hitti Albert í heita pottinum sem sagði sögur úr Flugbjörgunarsveitinni og svo kíkti ég til Lillýar og foreldra hennar, við fórum öll í kvöldgöngu í ísbúðina hér í mínu hverfi, með hundana og allt, Lillý er hið fegursta blóm, - það var orðið dimmt, og laufin fuku um strætin, lífið er dásamlegt og allt er gott.
25 október 2011
Má ég verða stór?
Í dag er rigning og ég held það sé þriðjudagur, laufin eiginlega farin af trjánum og ég ætla lesa tvö handrit eftir sjálfa mig og fara útí búð og kaupa ávexti. Ég bað guð um sjálfstraust í dag.... og svo er ég fatta að ég er alltaf að raða hlutum og það er ekkert nýtt. Ég sit í stofunni, hún er svo falleg og alveg ný stofa og líka Skáldaherbergið einsog Óskar kallar það, veit ekki hvað ég á að gera við Einar Ben. kannski biðja hann um að fara með Einræður Starkaðar. Var að passa Emblu í gær, svo yndislegt barn og húmoristi, kveikir bros í mínu ömmuhjarta, og já áðan fékk ég mér reyndar tvær skálar af púðursykri og hörfræjum með AB mjólk - light. Og í nótt dreymdi mig að Siggi og Dagný höfðu verið að gera upp Suðurgötuhúsið mitt, og Risið líka, ég spurði sérstaklega útí það, þar með var ekkert pláss fyrir mig, er þá verið að gera upp ástsýkina, eða er húsið orðið skynsamlegt, er ég að tapa einhverju sem skiptir mig máli en ég trúi ekki á, - er það ástin. Má ég verða stór?
22 október 2011
20 október 2011
Kolbrá á afmæli í dag
My little horror sweet sister, djók, - Til hamingju Kolbrá, þú ert svo góð og sæt, háhælaskór og hvítvín handa þér, mjög fáum sem ég veiti vín, - en ég man eftir Kolbrá í vöggu, lítið krútt sem við horfðum öll vonaraugum á enda hefur hún bjargað okkur með hlátri og draugasögum, - samband hennar og Magdalenu dóttur hennar er eitt hið fegursta á þessari jörð.
En nú skín sólin, ég var að skrifa í rúminu, fékk þrjú símtöl, frá Óskari, Kristjóni og Garpi, Jökull hlýtur þá að hringja líka, bráðum, - ég skrifaði mjög merkilega sögu og dró gluggatjöldin frá, þurrkaði af eldhúsborðinu, fór í háhælaskó, langar að ryksuga og kaupa ávexti, bráðum kemur Lillý Elísabet í heimsókn, kannski eru tvíburarnir að flytja í Kópavoginn, þá passa ég Vesturbæinn, ef þeir vilja koma í heimsókn og borða læri eða kex, horfa á Strumpana, Torminater, Lion King, og allar ömmustelpurnar, og ég er með vatn í glasi og lífið er dásamlegt, guð er til, það er einmitt það, það er alltíeinu komin 20.október, - alltíeinu, hann var svo langt í burtu um daginn, svona líður tíminn, eða stekkur fram og engist í hlátursköstunum, nú eða flissar niðurbælt, fyrir hvern er ég að skrifa, bara elska að skrifa, og ætti ég svo ekki bara að elda þetta læri á laugardaginn.
En nú skín sólin, ég var að skrifa í rúminu, fékk þrjú símtöl, frá Óskari, Kristjóni og Garpi, Jökull hlýtur þá að hringja líka, bráðum, - ég skrifaði mjög merkilega sögu og dró gluggatjöldin frá, þurrkaði af eldhúsborðinu, fór í háhælaskó, langar að ryksuga og kaupa ávexti, bráðum kemur Lillý Elísabet í heimsókn, kannski eru tvíburarnir að flytja í Kópavoginn, þá passa ég Vesturbæinn, ef þeir vilja koma í heimsókn og borða læri eða kex, horfa á Strumpana, Torminater, Lion King, og allar ömmustelpurnar, og ég er með vatn í glasi og lífið er dásamlegt, guð er til, það er einmitt það, það er alltíeinu komin 20.október, - alltíeinu, hann var svo langt í burtu um daginn, svona líður tíminn, eða stekkur fram og engist í hlátursköstunum, nú eða flissar niðurbælt, fyrir hvern er ég að skrifa, bara elska að skrifa, og ætti ég svo ekki bara að elda þetta læri á laugardaginn.
19 október 2011
Klukkan er sjö
Vaknaði upp við merkilegar hugsanir að venju, - það er kyrrt og ennþá dimmt, ákvað að fara á fætur og lesa formálann, á ég að gefa út bók eða ekki, um Trékyllisvíkurljóðin, er þetta ein fullkomnunaráráttan enn, Linda segist elska ljóðin, Kristjón segir þetta sé það besta sem ég hef skrifað en ég er enn að hugsa, af því ég á ekki fyrir útgáfunni, líka af því ég er þreytt á að láta bækur alltaf bjarga fjárhagnum en hvað á gera það ef ekki bækur, og Hrafn vitnar í Bill sem sagði að maður ætti bara að vera með eina bók í einu, en má ég þá breytast í togaraútgerð og gera út tvær bækur. Eða hvað, afhverju snýst allt í hringi í höfðinu á mér, ætti ég kannski að stoppa einhverstaðar þessa rússnesku rúllettu? Núna segir ekki. Svo er það Vængjahurðin, og Fótboltasögur, Sjáðu sjáðu mig, sýningin með Rauðum hestum, Vettlingum, Apóteki og leikhúsi, já og You Tube sketsunum. Hvar er svarið, austur að Heklu? En ég á eftir að bursta tennurnar.
18 október 2011
Sundferð
Ég fór í sund í dag í sundhöllina við Barónsstíg, þar var hátt til lofts einsog venjulega og ég synti 20 ferðir og lyfti líka undir stjórn míns einkaþjálfara, Óskars Geirs. Fórum svo niður Laugaveginn og fengum okkur súpu á Asíu nema hann fékk sér rækjur, veður var svalt og við tókum leigubíl heim, ég bauð honum uppí dans á Ingólfstorgi.
17 október 2011
16október
Embla kom í heimsókn og litaði fallega mynd, sat hér í stólnum með fallegu augun sín og speki sína, spiluðum tónlist, hún sagðist vilja eiga litla systur sem héti Ingunn.Og svo sagði hún mér leyndarmál.
15október
Fór í Kolaportið og keypti vitleysu. Mikið af litum og hreyfingu í Kolaportinu og magnað að gera einhverja vitleysu.Þar á undan hafði ég komið við hjá pabba hans Bjössa sem var að mála íbúðina og ég sá bjálkann í loftinu og fannst Bjössi vera þarna og segja:Þetta fór illa.
14október
ég fór á fætur hálf tvö og fór til sjúkraþjálfara, - útí skýli sá ég tvö ljós á himni og sagði við konuna í skýlinu, ef ég væri í maníu myndi þessi ljós tákna endalok sambandsins, en konan sagði að þetta væru neyðarblys vonarinnar.
13 október 2011
að ráða því sjálf
Vöknuð eldsnemma klukkan níu, - með kaffi og tölvuna, skrifaði bréf til Kristínar, útidyrahurðin skellist niðri, vindurinn gælir við laufin, haustlaufin, og ég búin að sjá skírnarmyndir, - langar í sund, dansa, gretta mig, þarf að heimsækja Elísabet Ronalds og fjölskyldu, og hvað skyldi hún Lillý vera að gera í dag, Embla Karen og allar ömmustelpurnar, ég þarf að halda ömmustelpupartý, langar að vera ein og skrifa og dansa og finn sektarkennd þegar ég segi þetta, fékk annars hugmynd að nýrri bók í gær, sektarkennd já einsog ég ráði því ekki sjálf, -
12 október 2011
Haustveður og kjötsúpa
Óskar setti upp fallega ljósakrónu í stofunni í dag, hún er undursamleg, allt verður svo flott og litirnir spennandi, grátt, bleikt, grænt, hvítt, brúnt, svart, appelsínugult og málverk, já og björgunarhringurinn af Víkingi þriðja. Garpur og Jökull syntu í sjónum í dag, í þessu norðaustan haustveðri, ég fór til sjúkraþjálfara og í tæki, fór líka í strætó og þar sá ég lítinn skóladreng sem vakti samúð mína, og ég kom heim aftur, sá konu sem einu sinni var svo sæt og heillandi, nú var hún greinilega fátæk og leið illa, maður verður að passa uppá sjálfan sig, vont að vera veikur, passa uppá heilsuna, og svo eldaði ég kjötsúpu, glimrandi fína og sofnaði í sófanum á eftir.
11 október 2011
Á mína ábyrgð
Sambandið er á mína ábyrgð, - meira um það síðar
fullt tungl, sundferð, stjörnur, .....
og dagurinn í dag,
og ég er búin að hafa svo mikið fyrir þessu, -
ljósakrónan
heimsókn til Mundu
Lilly Elísabet mánaðargömul í dag
Halló Óskar
fullt tungl, sundferð, stjörnur, .....
og dagurinn í dag,
og ég er búin að hafa svo mikið fyrir þessu, -
ljósakrónan
heimsókn til Mundu
Lilly Elísabet mánaðargömul í dag
Halló Óskar
10 október 2011
Lillý Elísabet
Litla ömmustelpan mín var skírð Lillý Elísabet, undurfagurt nafn og spennandi, ég er svo þakklát að nafnið mitt fari áfram, ... ég óska henni gæfu og gengis og vonandi verður samband okkur gott og hún hugsi um mig í ellinni, hahahahaha.... djók, þetta er bara yndislegt.
Til hamingju Lillý Elísabet,....
Til hamingju Lillý Elísabet,....
05 október 2011
Fangelsi
Þegar mig langar að tortímast í eldi, nei misnotkun, tryllingi, sorginni og örvæntingu, langar inní þetta einsog hvert annað herbergi og fyllist leiða einsog ég horfi á mitt eigið barn ganga inní fangelsi.
Það er haustvöndur á borðinu
Stofan orðin grá og dularfull í staðinn fyrir appelsínugul og gleðiorkan uppmáluð, ég er örmagna úrvinda eftir martraðir næturinnar, sem betur fer var hljóð í nótt og svo rignir svona fallegum úða og mig langar ekki að vita neitt.
04 október 2011
Strákurinn á kassanum
Fór áðan útí Nóatún og keypti klósettpappír, ferskjur, banana, mysu, appelsínusafa og abmjólk og sagði við strákinn á kassanum: Er ekki lífið dásamlegt. Hajú, sagði hann. Þetta datt alltí einu yfir mig.
03 október 2011
Haustvöndur
Ég fór og tíndi haustlauf af runna og setti í vasa, sem stendur á stofuborðinu, - það eru greinar með svo þetta er einsog blómvöndur, svo fallegt.
ps. Runninn var á umferðarhorni
ps. Runninn var á umferðarhorni
Opnir gluggar, fullur ísskápur og já, eldhúsrúlla
Eftir að ég eignaðist kærasta er búið að opna gluggana á húsinu, þeir höfðu verið lokaðir í mörg ár, og svo er ísskápurinn fullur af mat, allskonar mæjónes, rauðrófur og reyktur lax, og já svo einsog sonur minn benti forviða á, þá var eldhúsrúlla á borðinu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)