12 október 2011
Haustveður og kjötsúpa
Óskar setti upp fallega ljósakrónu í stofunni í dag, hún er undursamleg, allt verður svo flott og litirnir spennandi, grátt, bleikt, grænt, hvítt, brúnt, svart, appelsínugult og málverk, já og björgunarhringurinn af Víkingi þriðja. Garpur og Jökull syntu í sjónum í dag, í þessu norðaustan haustveðri, ég fór til sjúkraþjálfara og í tæki, fór líka í strætó og þar sá ég lítinn skóladreng sem vakti samúð mína, og ég kom heim aftur, sá konu sem einu sinni var svo sæt og heillandi, nú var hún greinilega fátæk og leið illa, maður verður að passa uppá sjálfan sig, vont að vera veikur, passa uppá heilsuna, og svo eldaði ég kjötsúpu, glimrandi fína og sofnaði í sófanum á eftir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli