13 október 2011
að ráða því sjálf
Vöknuð eldsnemma klukkan níu, - með kaffi og tölvuna, skrifaði bréf til Kristínar, útidyrahurðin skellist niðri, vindurinn gælir við laufin, haustlaufin, og ég búin að sjá skírnarmyndir, - langar í sund, dansa, gretta mig, þarf að heimsækja Elísabet Ronalds og fjölskyldu, og hvað skyldi hún Lillý vera að gera í dag, Embla Karen og allar ömmustelpurnar, ég þarf að halda ömmustelpupartý, langar að vera ein og skrifa og dansa og finn sektarkennd þegar ég segi þetta, fékk annars hugmynd að nýrri bók í gær, sektarkennd já einsog ég ráði því ekki sjálf, -
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli