19 október 2011
Klukkan er sjö
Vaknaði upp við merkilegar hugsanir að venju, - það er kyrrt og ennþá dimmt, ákvað að fara á fætur og lesa formálann, á ég að gefa út bók eða ekki, um Trékyllisvíkurljóðin, er þetta ein fullkomnunaráráttan enn, Linda segist elska ljóðin, Kristjón segir þetta sé það besta sem ég hef skrifað en ég er enn að hugsa, af því ég á ekki fyrir útgáfunni, líka af því ég er þreytt á að láta bækur alltaf bjarga fjárhagnum en hvað á gera það ef ekki bækur, og Hrafn vitnar í Bill sem sagði að maður ætti bara að vera með eina bók í einu, en má ég þá breytast í togaraútgerð og gera út tvær bækur. Eða hvað, afhverju snýst allt í hringi í höfðinu á mér, ætti ég kannski að stoppa einhverstaðar þessa rússnesku rúllettu? Núna segir ekki. Svo er það Vængjahurðin, og Fótboltasögur, Sjáðu sjáðu mig, sýningin með Rauðum hestum, Vettlingum, Apóteki og leikhúsi, já og You Tube sketsunum. Hvar er svarið, austur að Heklu? En ég á eftir að bursta tennurnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli