13 febrúar 2013
Á kaffihúsinu
Mig langar að strjúka með mjúkum lófanum stinnan vöðva þjónsins á kaffihúsinu. Hann er í ermalausum bol og með svarta svuntu. En ég fer heim með strætó með umslag sem vinkona mín var að senda mér, mastersritgerðin hennar; móðurmynd í íslenskum skáldskap. En ég var einmitt að koma frá mömmu þar á undan, hún sagði það væri stuttur í mér kveikjuþráðurinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli