24 febrúar 2013

Kalliði mig Væng og Kistan, stórmerkilegt (28.júlí 2012)

Amman: Embla hvernig finnst þér þegar þú ert kölluð prinsessa? Embla: Ekki skemmtilegt. Amman: En hvað má kalla þig? Embla: Kalliði mig Væng. Amman: Ef þú heitir Vængur hvað heiti ég þá? Embla: Kista, þú heitir Kista, hæ Kista. Amman: Hæ Vængur. Embla: Hæ. Amman: En hvað er í þessari kistu? Embla: Hún er lokuð. Amman: Lokuð!? Embla: Hún er læst! Amman: Og getur enginn opnað hana? Embla: Nei, enginn, nema þú. Amman: Ég!? Embla: Já, opnaðu lófana. Amman: Opna lófana. Embla: Opnaðu svo mallakútinn.

Engin ummæli: