15 febrúar 2013
Ísafjarðarskápurinn
Sumir skápar eru merkilegri en aðrir, þetta er lítill skápur sem ég stal af Ísafirði og ég hef aldrei komist uppá lag með að nota hann, einu sinni geymdi ég þó nærbuxunar mínar í honum, svo ýmislegt dót, en það er óþægilegt að nálgast það í honum, svo reyndi sambýlismaður minn að geyma í honum rofa og þannig smálegt, ég hafði ætlað að geyma dót fyrir Ellu Stínu í honum, svo dreymdi mig að Ilmur leikkona vildi að ég sýndi Hilmari Snær hvað væri í honum, já og skápinn sjálfan en ég veit ekki enn hvað gera skal, skápurinn er tómur, þessi fallegi stolni skápur, gefum honum orðið: Ég er bara lítill skápur og enginn veit til hvers á að nota mig, enginn veit hvað er í mér, enginn hefur hlustað á mig, enginn veit hver bjó mig til, ég þori ekki að tala því ég hef aldrei talað, sjálfur veit ég ekki hvað á að vera í mér, kannski á ég bara að vera tómur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli