18 febrúar 2013

Klúturinn

Óskar kemur gangandi stíginn. Elísabet er á tröppunum að taka ljósmyndir. Henni sýnist hann vera fullur, hann er með sár í andlitinu og gengur allur rykktur til og frá. Ég sakna klútsins míns, segir hann. Það er enginn klútur hér, segir hún. Ég kom af því ég saknaði klútsins. Ertu fullur. Nei, ég var að koma af sjónum í gærkvöldi. Ég ætla biðja þig um að fara héðan. Þú verður þá að hringja á lögregluna. Það er enginn klútur hér. Ég saknaði klútsins og saknaði líka þín. Ég hef ekkert við þig að tala, sagði Elísabet og fór inn.

Engin ummæli: