03 maí 2013

það er nótt

og feisbúkk er frosin og sjórinn er fallega næturblár og ég náði í stígvélin mín úr viðgerð í dag og fór á fund og  kíkti á ljóð og fékk hrós fráleikstjóra fyrir handrit, gaman, og borgaði fullt af skuldum og sá vorið aðeins og það var einsog kötturinn hoppaði uppí rúm þótt hún sé dáin, skrítið og ég er með blálakkaðar neglur, mjög flott og skrítið að geta ekki skrifað, guð er kannski að stoppa mig því ég hef skrifað svo mikið.

Engin ummæli: