Þau sátu saman í bílnum hans og hann sagðist hafa verið að lesa viðtal við hana í blöðunum að hún hefði verið að standa í erfiðum skilnaði. Já, það er rétt, sagði hún, ég sagði þér upp um daginn. Ég tek ekkert mark á því, hreytti hann þá útúr sér, og geðlæknirinn þinn sagði mér líka að taka ekkert mark á því heldur. Henni fannst þá skyndilega að hún stödd á rússnesku geðveikrahæli á 17.öld. Og kannski var hún það.
Og velti því fyrir sér hvað það hefði tekið stuttan tíma að komast þangað. En þannig er það með margt í lífinu, það tekur engan tíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli