Dreymdi Jónas, hann var búinn að opna blómabúð í Tjarnargötunni þarsem Skólavörubúðin var einu sinni eða um það bil, hann ætlaði að skutla mér uppí Breiðholt en svo var hann farinn að drekka einn bjór svo ég bauðst til að keyra, en það var samt einhver krókur, ég þurfti semsagt að komast vestur í bæ.
Þessi Jónas var ráðgjafi minn í meðferð og spurði mig hvað mjólkurlíterinn kostaði.
Gerður var líka í draumnum og við skutluðum henni heim, hún bjór í græna húsinu hans Baldvins leikara nema það var hinumegin við götuna í draumnum.
Minnir Óskar hafi verið þarna eitthvað líka.
Og svo var þröng hættuleg gata og bílarnir keyrðu nálægt hver öðrum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli