Svo er ég líka svo ótrúlega heppin að fá að passa hana Emblu Karen, dásemd jarðarinnar og perludís, og hún er svo mikið krútt að hún vaknar alltaf aðeins tilað gleðja ömmu sína og sofnar svo í fangi hennar, og þá er hamingjan allt um kring með englum, og svo lauma ég henni inní rúm þótt ég gæti alveg hugsað mér að sitja með hana allt kvöldið. Og þá þarf ekkert meira, hamingjuengillinn svífur um og þræðir sína perlufesti. Og Embla Karen er svo lítil, samt er hún svo stór.
Og síðast þegar ég kom fékk ég svoleiðis grínbros.
31 október 2008
30 október 2008
Ella Stína í aukaherberginu
Ég er ein heppnasta og eftirsóttasta mamman í öllum heiminum, ég er boðin til Ameríku, ...!!! viljiði pæla í þessu, Jökull og Kristín buðu mér að vera hjá sér í 2 mánuði, hann er að fara útskrifast og ég fæ að vera viðstödd!!!!!!! Svo buðu þau mér þetta að vera hjá sér í þennan tíma og ég sagði: Já Jökull minn, þetta er mjög höfðinglegt hjá ykkur, en hvernig heldur þú að þið getið afborið hina stjórnsömu móður þína allan þennan tíma. Þá varð smá þögn og Jökull sagði: Þess vegna erum við með aukaherbergi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
29 október 2008
Múgsefjun Ellu Stínu
Ella Stína var að keyra á smábílnum sínum þegar hún sá jeppa allstaðar, ógeðslega vonda jeppa, kapítalistar sem eru búnir að eyðileggja líf hennar með græðgi og óskunda, það munaði engu en hún hlypi á eftir næsta jeppa og rispaði hann með nöglunum, jeppi, jeppi, jeppi, Ella Stína sjá jeppa allstaðar og kenndi jeppum um allt sem miður fór þegar hún áttaði sig á að þetta var hluti af múgsefjun og hugur hennar var ekki frjáls, svo hún bað í örvæntingu: Góði guð, ekki láta mig sjá jeppa.
Kreppubunan
Ella Stína er lítil yndisleg manneskju sem þenst útá þessari jörð en nú hefur hún lent í kreppu og dregist saman, hún ætlaði ekki að láta ástandið hafa áhrif á sig, hún ætlaði að vera hetja einsog fyrri daginn og segja kreppa hvað!!! Thnuhhh. En um leið og ýtt er á takka á Ellu Stínu stendur útúr henni kreppubunan.
27 október 2008
Heiti potturinn
Það voru líflegar umræður í heita pottinum í kvöld og margir afhausaðir, fyrst var Davíð afhausaður, svo Geir, Ingibjörg, Steingrímur, bankastjórarnir, auðmennirnir, Björgólfur var bara ekki týpan til að eiga banka, fjármálaeftirlitið fékk að fjúka, hausarnir flutu þarna um allt og ég spurði hvort þeir hefðu þá ekki hugsað sér að mótmæla ástandinu en þá fussuðu þeir og afhausuðu Kolfinnu og Hörð Torfa, það væri kannski eitthvert vit í þessum Gunnari sem var að halda fundinn í Iðnó, en svo kom í ljós að hann átti portugalska kærustu, hausinn af!!!!
Dramakikk
Kreppa er betri en kosningar, ég sagði við konu um daginn að við ættum að krefjast þess að ríkisstjórnin færi frá. Hún sagði það væri of mikið vesen "og svo verður bara kosið sama liðið"...
Kreppa er betri en kosningar.
Kreppa gefur líka meira drama-kikk.
Kreppa er betri en kosningar.
Kreppa gefur líka meira drama-kikk.
26 október 2008
Ég er sökudólgurinn
Leitinni að sökudólgnum er hætt, sökudólgurinn er kominn í ljós, hann hefur skriðið fram úr skjóli sínu og játað eftirfarandi, það er semsagt ég og ástæðan fyrir kreppunni er sú að:
1. Ég keypti ekki tjaldvagn.
2. Ég keypti ekki flatskjá.
3. Ég keypti ekki hornsófa.
4. Ég keypti ekki jeppa.
5. Ég keypti ekki íbúð á Manhattan.
6. Ég keypti ekki einkaþotu.
7. Ég keypti ekki fótboltalið.
8. Ég keypti ekki grill á 300.þús.
9. Ég keypti ekki hús á Ítalíu.
10. Ég keypti ekki Magasin du nord.
11. Ég keypti ekki tískufyrirtæki.
12. Ég keypti ekki 30 strokleður.
13. Ég keypti ekki moggann.
14. Ég keypti ekki hótel.
15. Ég keypti ekki stærri ísskáp.
16. Ég keypti ekki gervihnattasjónvarp.
17. Ég keypti ekki sumarbústað.
18. Ég keypti ekki jörð.
19. Ég keypti ekki kvóta.
20. Ég keypti ekki foss, norðurljós, Kerið í Grímsnesi, ekki einusinni eina litla þúfu.
*
Ég játa og sé núna að ég hef stefnt þjóðarbúinu í þrot, ef bara ég hefði keypt allt þetta hefðu komið peningar inní þjóðarbúið, það munar um eina manneskju, en hvað gerði ég, ég fyllti ekki ísskápinn og lifði á kartöflum í sumar meðan krónan féll, - og ég játa eitt í viðbót:
MÉR LÁÐIST AÐ MÆLA TIPPIÐ Á MÉR.
Því fór sem fór.
Og ég mun nú taka út mína refsingu sem er:
1. Taka slátur á hverjum degi til jóla og hafa slátur í jólamatinn.
2. Vera rosalega andleg frá morgni til kvölds.
3. Sækja öll námskeið um innhverfa íhugun og andleg verðmæti sem í boði eru.
4. Prjóna þartil fer að blæða úr fingrunum.
5. Keyra mig upp í drama hvenær sem einhver minnist á kreppu.
6. Spreða þessu drama útum borg og bý.
7. Virkilega taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Aldrei að sleppa úr tækifæri.
8. Læra að finna upp hjólið, eldinn.
9. Aldrei að kenna kapítalismanum um hvernig fór heldur einhverju svakalega dularfullu sem kallað er ástandið.
10. Kenna öllum öðrum um þótt ég sé búin að játa.
11. Vorkenna ríkisstjórninni.
12. Læra gamalt handverk, einsog tildæmis að búa til ljós úr lýsi.
13. Selja auðlindirnar tilað redda málunum.
14. Minnast aldrei á hvað það var nú gaman í einkaþotunni.
15. Jarða allar minningar um grillið, jeppann, laxveiðarnar.
16. Læra Einræður Starkaðar utan að. (Eftir Einar Ben.) Segja tíu sinnum á dag: Ég er Einar Ben. Í dag eru Einar Ben. Og hart í bak.
17. Gleypa í mig viðtöl við Dorrit þarsem hún segir mér að vera nægjusöm.
18. Athuga hvort ég finn eitthvað nýtilegt á strandstaðnum þegar enginn sér til.
19. Segjast ætla hjálpa til.
20. Vita að ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessu en passa að minnast aldrei á það. Þá gæti einhver haldið að við búum í lýðræðisþjóðfélagi.
*
Já, svo ætla ég að mæla einbýlishús á nóttunni og hjálpa ríkisstjórninni að finna fleiri sökudólga.
Því fyrst hún talar svona mikið um sökudólga hlýtur hana að hungra í þá, á meðan beinist athyglin ekki að henni, á meðan ríkisstjórnin er svona mikið í sviðsljósinu þá fattar enginn að þetta var hún.
Við trúum ekki að neinn geri neitt vont í sviðsljósinu.
*
1. Ég keypti ekki tjaldvagn.
2. Ég keypti ekki flatskjá.
3. Ég keypti ekki hornsófa.
4. Ég keypti ekki jeppa.
5. Ég keypti ekki íbúð á Manhattan.
6. Ég keypti ekki einkaþotu.
7. Ég keypti ekki fótboltalið.
8. Ég keypti ekki grill á 300.þús.
9. Ég keypti ekki hús á Ítalíu.
10. Ég keypti ekki Magasin du nord.
11. Ég keypti ekki tískufyrirtæki.
12. Ég keypti ekki 30 strokleður.
13. Ég keypti ekki moggann.
14. Ég keypti ekki hótel.
15. Ég keypti ekki stærri ísskáp.
16. Ég keypti ekki gervihnattasjónvarp.
17. Ég keypti ekki sumarbústað.
18. Ég keypti ekki jörð.
19. Ég keypti ekki kvóta.
20. Ég keypti ekki foss, norðurljós, Kerið í Grímsnesi, ekki einusinni eina litla þúfu.
*
Ég játa og sé núna að ég hef stefnt þjóðarbúinu í þrot, ef bara ég hefði keypt allt þetta hefðu komið peningar inní þjóðarbúið, það munar um eina manneskju, en hvað gerði ég, ég fyllti ekki ísskápinn og lifði á kartöflum í sumar meðan krónan féll, - og ég játa eitt í viðbót:
MÉR LÁÐIST AÐ MÆLA TIPPIÐ Á MÉR.
Því fór sem fór.
Og ég mun nú taka út mína refsingu sem er:
1. Taka slátur á hverjum degi til jóla og hafa slátur í jólamatinn.
2. Vera rosalega andleg frá morgni til kvölds.
3. Sækja öll námskeið um innhverfa íhugun og andleg verðmæti sem í boði eru.
4. Prjóna þartil fer að blæða úr fingrunum.
5. Keyra mig upp í drama hvenær sem einhver minnist á kreppu.
6. Spreða þessu drama útum borg og bý.
7. Virkilega taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Aldrei að sleppa úr tækifæri.
8. Læra að finna upp hjólið, eldinn.
9. Aldrei að kenna kapítalismanum um hvernig fór heldur einhverju svakalega dularfullu sem kallað er ástandið.
10. Kenna öllum öðrum um þótt ég sé búin að játa.
11. Vorkenna ríkisstjórninni.
12. Læra gamalt handverk, einsog tildæmis að búa til ljós úr lýsi.
13. Selja auðlindirnar tilað redda málunum.
14. Minnast aldrei á hvað það var nú gaman í einkaþotunni.
15. Jarða allar minningar um grillið, jeppann, laxveiðarnar.
16. Læra Einræður Starkaðar utan að. (Eftir Einar Ben.) Segja tíu sinnum á dag: Ég er Einar Ben. Í dag eru Einar Ben. Og hart í bak.
17. Gleypa í mig viðtöl við Dorrit þarsem hún segir mér að vera nægjusöm.
18. Athuga hvort ég finn eitthvað nýtilegt á strandstaðnum þegar enginn sér til.
19. Segjast ætla hjálpa til.
20. Vita að ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessu en passa að minnast aldrei á það. Þá gæti einhver haldið að við búum í lýðræðisþjóðfélagi.
*
Já, svo ætla ég að mæla einbýlishús á nóttunni og hjálpa ríkisstjórninni að finna fleiri sökudólga.
Því fyrst hún talar svona mikið um sökudólga hlýtur hana að hungra í þá, á meðan beinist athyglin ekki að henni, á meðan ríkisstjórnin er svona mikið í sviðsljósinu þá fattar enginn að þetta var hún.
Við trúum ekki að neinn geri neitt vont í sviðsljósinu.
*
24 október 2008
Júhú...!!!
Júhú... það verður bein útsending frá ástandinu, ríkisstjórnin er komin með raunveruleikaþátt, ég held ég bara fái mér te með guði, það er hvort sem er búið að redda flugeldunum!!!!
Rauðu rósirnar
Ég keypti rósir handa mér í gær í tilefni dagsins, og ég er boðin í mat í kvöld hjá Ingunni og Garpi og EMBLU. Ég held að Embla þekki mig, hún er ótrúlegur persónuleiki, svo er hún svo sæt, ég verð alltaf svo glöð að sjá hana og þarf ekki nema hugsa til hennar þá breiðist bros um andlitið.
Það var rok í nótt, það vældi í þakinu og ýlfraði. Ég svaf niðri og svaf og svaf. Ég hef verið beðin um að tala á mótmælafundi en ég veit ekki, í gær hringdi gríska pressan í mig, ég sagðist vera með gest, þeir hringdu ekki aftur, ég sem ætlaði að dásama Grikkland, en ég er að undirbúa ferð mína til Ameríku. Búin að taka til töskuna og strauja einar buxur og setja kjólinn í hreinsun.
Annars var ég heima og skrifaði, fór í nokkra hringi útaf ástamálum, en svo kom danskennarinn og við þróuðum dansinn minn soldið. Ég er heilbrigð, yndisleg og guðdómleg.
Og hér kemur smá gjörningur í lokin:
Hún heldur á blómi og á skilti stendur: Þetta er blóm handa öllum.
Það var rok í nótt, það vældi í þakinu og ýlfraði. Ég svaf niðri og svaf og svaf. Ég hef verið beðin um að tala á mótmælafundi en ég veit ekki, í gær hringdi gríska pressan í mig, ég sagðist vera með gest, þeir hringdu ekki aftur, ég sem ætlaði að dásama Grikkland, en ég er að undirbúa ferð mína til Ameríku. Búin að taka til töskuna og strauja einar buxur og setja kjólinn í hreinsun.
Annars var ég heima og skrifaði, fór í nokkra hringi útaf ástamálum, en svo kom danskennarinn og við þróuðum dansinn minn soldið. Ég er heilbrigð, yndisleg og guðdómleg.
Og hér kemur smá gjörningur í lokin:
Hún heldur á blómi og á skilti stendur: Þetta er blóm handa öllum.
23 október 2008
Ég á edrúafmæli í dag...
23. oktober er drekadagurinn minn, þá byrjaði ég að sigra drekann fyrir 16 árum, búin að vera edrú í 16 árum, ekki ein en með hjálp æðri máttar og aa-samtakanna, dásamlegur tími, ný Elísabet, allt nýtt, og hægt að takast á við hlutina með almennilegum verkfærum, sjúkdómur en ekki aumingjaskapur, sjúkdómur en ekki ég, það snjóar, þetta er töfradagur, á eftir kemur hingað danskennari því ég er að búa til nýjan dans sem heitir:
KONA SEM HELDUR HEIMINUM UPPI
Ég bjó til dans í Listaháskólanum sem hét Vörðurinn og fávitinn, uppúr togstreitu þeirra spratt dansarinn, ég ætti kannski að koma og dansa í kerinu, innrásarlið og aðdáendur mínir eru kannski allir hættir að athuga með heimsveldið, netið hefur legið niðri, ég kemst ekki inná heimsveldið nema í gegnum google, og ég er komin í fréttabindindi, ég fór næstum því í maníu við allt þetta rugl, nú er ég bara svona rétt að fylgjast með, ég er svo mikið krútt... gamalt krútt, að það er með ólíkindum,
SVO GETUR HEKLA VINKONA MÍN GOSIÐ HVENÆR SEM ER
Jæja, ég ætla að athuga hvort þetta kemur inná síðuna. Knús.
KONA SEM HELDUR HEIMINUM UPPI
Ég bjó til dans í Listaháskólanum sem hét Vörðurinn og fávitinn, uppúr togstreitu þeirra spratt dansarinn, ég ætti kannski að koma og dansa í kerinu, innrásarlið og aðdáendur mínir eru kannski allir hættir að athuga með heimsveldið, netið hefur legið niðri, ég kemst ekki inná heimsveldið nema í gegnum google, og ég er komin í fréttabindindi, ég fór næstum því í maníu við allt þetta rugl, nú er ég bara svona rétt að fylgjast með, ég er svo mikið krútt... gamalt krútt, að það er með ólíkindum,
SVO GETUR HEKLA VINKONA MÍN GOSIÐ HVENÆR SEM ER
Jæja, ég ætla að athuga hvort þetta kemur inná síðuna. Knús.
15 október 2008
á kaffi hljómalind
mig langar eiginlega bara að vera passa emblu karen og skrifa sögu fyrir ömmubörnin á spáni, svo væri ég líka til í að sjá það skýrt hvað ég eigi að gera, halda sýningu á rauðum hestum, gefa út ísbjarnarpíkuna, bænabók, semja dansinn minn, en ég sit hér á hljómalind og áðan var maður að spila á hreindýrah0rn, og ég er á leiðinni á fund, og vantar nikótíntyggjó, þetta er einhver spurning um að taka ákvörðun, og þá dettur mér í hug örn jónsson nuddari sem sagði alltaf ertu búin að ákveða þetta, -
svo væri ég líka tilí að sjá það skýrt, svo kannski ég labbi laugaveginn og athugi hvort ég sjái þetta skýrt.
Í dag er fallegt veður
Það er mjög gott að hafa náttúruna, þá sér maður að lífið heldur áfram, það var tildæmis rosa fjara í morgun og sjórinn sólskinsblár, ég heyrði að Esjan hefði tekið sig ljómandi vel út.
14 október 2008
Elisabet i dag
Eg er ad elska sjalfa mig nuna, a eftir aetla eg ad setja mig i bad og drekka ur kristalsglasinu minu, nota krem og sapur og ilmvotn, halda afram med litla aevintyrid mitt, kaupa mjolk og braud og kannski spaela egg, eg sit her i myndlistarskolanum, netid mitt er farid, sjonvarpid er farid, stundum fae eg sma heimsendatilfinningu en thad eru bara gedhvorfin, og stundum kemur hin tilfinningin, astin, kaerleikurinn, vid erum oll ormagna, nei, eg er ormagna, eg er buin ad hugsa svo mikid um thetta astand, thetta orettlaeti, ad eg er ad hugsa um ad hafa sma rettlaeti handa sjalfri mer, dast ad ollu heima hja mer, hugsa til barnabarnanna, knus, knus, knus, og minn haefileiki er tildaemis ad sja hvad ma betur fara i minu fari, kaerleikskruttid Elisabet.
Eg er ad breyta um adferdir tilad fa ekki alltaf somu utkomu.
Lifi ljosid.
Eg er ad breyta um adferdir tilad fa ekki alltaf somu utkomu.
Lifi ljosid.
07 október 2008
Mótmæli
"Það er engin kreppa, þetta er bara nokkrir ríkir karlar sem hafa tapað peningunum sínum og vilja láta okkur blæða fyrir það.
Þetta er fréttaskýring Garps sem hefur verið ráðinn aðal hagfræðingur Seðlabankans í Heimsveldi Ellu Stínu.
Og passið ykkar á tilfinningakláminu í Geir Haarde og dramafíkninni í honum og hlustið ekki á það þegar hann kennir öðrum um.
Hlustið ekki á vælið í Björgvini viðskiptaráðherra þegar hann segist hafa vakað heilu næturnar. Ekki gefa honum tissjú, hann getur snýtt sér í ermina.
Ég mótmæli ríkisstjórninni, bankastjórunum, burtu með þetta lið.
Þetta er fréttaskýring Garps sem hefur verið ráðinn aðal hagfræðingur Seðlabankans í Heimsveldi Ellu Stínu.
Og passið ykkar á tilfinningakláminu í Geir Haarde og dramafíkninni í honum og hlustið ekki á það þegar hann kennir öðrum um.
Hlustið ekki á vælið í Björgvini viðskiptaráðherra þegar hann segist hafa vakað heilu næturnar. Ekki gefa honum tissjú, hann getur snýtt sér í ermina.
Ég mótmæli ríkisstjórninni, bankastjórunum, burtu með þetta lið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)