23 október 2008

Ég á edrúafmæli í dag...

23. oktober er drekadagurinn minn, þá byrjaði ég að sigra drekann fyrir 16 árum, búin að vera edrú í 16 árum, ekki ein en með hjálp æðri máttar og aa-samtakanna, dásamlegur tími, ný Elísabet, allt nýtt, og hægt að takast á við hlutina með almennilegum verkfærum, sjúkdómur en ekki aumingjaskapur, sjúkdómur en ekki ég, það snjóar, þetta er töfradagur, á eftir kemur hingað danskennari því ég er að búa til nýjan dans sem heitir:

KONA SEM HELDUR HEIMINUM UPPI

Ég bjó til dans í Listaháskólanum sem hét Vörðurinn og fávitinn, uppúr togstreitu þeirra spratt dansarinn, ég ætti kannski að koma og dansa í kerinu, innrásarlið og aðdáendur mínir eru kannski allir hættir að athuga með heimsveldið, netið hefur legið niðri, ég kemst ekki inná heimsveldið nema í gegnum google, og ég er komin í fréttabindindi, ég fór næstum því í maníu við allt þetta rugl, nú er ég bara svona rétt að fylgjast með, ég er svo mikið krútt... gamalt krútt, að það er með ólíkindum,

SVO GETUR HEKLA VINKONA MÍN GOSIÐ HVENÆR SEM ER

Jæja, ég ætla að athuga hvort þetta kemur inná síðuna. Knús.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elskuleg!

Til stórkostlegrar hamingju með lífið í 16 ár!

16 ár, eru 10 árum meira en ég verð bráðum.
Þú getur tekið stallinn sem Pállinn í lífi mínu
(ég á þrá stalla, einn sem er á undann, einn sem er á eftir mér, og einn sem er alveg á sama stað og ég. )
Páll er þessi sem er á undan...eða hét hann ekki örugglega Páll.
Hann sér til þess að mig langi til að halda áfram á sömu braut- er nógu heillandi til að það sé þess virði að enda eins og hann eftir , jah ca. 10 ár!
Allt í einu vill ég að Páll sé kvennmannsnafn. Hún Pál. eða bara Pá.
Þú ert Pá. ElísaPÁbet.

Pointið er allavega- til hamingju með árangurinn, njóttu þess að vera með þér í dag.
Lísbet

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Til hamingju með drekadaginn og dansinn "gamla krútt".
Ástarþakkir fyrir meil ... ( og kannski tókst mér að taka "stafaruglið" á blogginu burt, núna áðan : ))
love/kristín

Nafnlaus sagði...

Pá Elísabet skrifar, eða Elísabet Pá...

einsog ólafur pá í íslendingasögunum, hann var kallaður pá af því hann var svo skrautgjarn,

skrautið er nauðsynlegt, en ég held að þú ættir að stofna spes plánetu Lísbet

Lísbet Plá. Þarsem allir heita Lísbet og þá gengur allt vel.

knús og takk. Elísapábet

Nafnlaus sagði...

Hæ Stína og takk takk,

ég kemst ekki inná nein blogg, rétt inná mitt með því að gúggla það, get reynt að gúggla þitt, og Lísbetar, netið er eitthvað skrítið, ég held að guð vilji ekki að ég sé mikið að blogga,

en skrifa... knús og yndislegt að heyra frá þér, sjúklegt knús,

þín ella stína pá