24 október 2008

Rauðu rósirnar

Ég keypti rósir handa mér í gær í tilefni dagsins, og ég er boðin í mat í kvöld hjá Ingunni og Garpi og EMBLU. Ég held að Embla þekki mig, hún er ótrúlegur persónuleiki, svo er hún svo sæt, ég verð alltaf svo glöð að sjá hana og þarf ekki nema hugsa til hennar þá breiðist bros um andlitið.

Það var rok í nótt, það vældi í þakinu og ýlfraði. Ég svaf niðri og svaf og svaf. Ég hef verið beðin um að tala á mótmælafundi en ég veit ekki, í gær hringdi gríska pressan í mig, ég sagðist vera með gest, þeir hringdu ekki aftur, ég sem ætlaði að dásama Grikkland, en ég er að undirbúa ferð mína til Ameríku. Búin að taka til töskuna og strauja einar buxur og setja kjólinn í hreinsun.

Annars var ég heima og skrifaði, fór í nokkra hringi útaf ástamálum, en svo kom danskennarinn og við þróuðum dansinn minn soldið. Ég er heilbrigð, yndisleg og guðdómleg.

Og hér kemur smá gjörningur í lokin:

Hún heldur á blómi og á skilti stendur: Þetta er blóm handa öllum.

Engin ummæli: