27 október 2008

Heiti potturinn

Það voru líflegar umræður í heita pottinum í kvöld og margir afhausaðir, fyrst var Davíð afhausaður, svo Geir, Ingibjörg, Steingrímur, bankastjórarnir, auðmennirnir, Björgólfur var bara ekki týpan til að eiga banka, fjármálaeftirlitið fékk að fjúka, hausarnir flutu þarna um allt og ég spurði hvort þeir hefðu þá ekki hugsað sér að mótmæla ástandinu en þá fussuðu þeir og afhausuðu Kolfinnu og Hörð Torfa, það væri kannski eitthvert vit í þessum Gunnari sem var að halda fundinn í Iðnó, en svo kom í ljós að hann átti portugalska kærustu, hausinn af!!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha skemmtileg bloggin þín um kreppuna. Maður léttist allur einhvern veginn.
Til hamingju með edrúafmælið :) Það verður bökuð kaka hérna megin í heiminum 5. nóv :)
Kristín Arna

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég spennt um að lesa bókina. En hvernig er ferlið?
Er það jafn langt og leikrifaferli, eða er þetta eitthvað sem er hægt að gera snöggvast?

Hólkarnir eru þeir bestu. Gefum okkur einn eldhúsrúlluhólk og sjá:
EINN OG SÉR, ÁN FÖNDURS:
1. sjóræningjakíkir
2.gjallarhorn
3. Þröngsýnis hjálpartæki- má einnig notast til að rýna sértsklega ofan í eitthvað orð sem stendur í Mogganum.
4. Pennslastokkur-Prjónastokkur, gott fyrir 17. júnífánanal líka.....
5. gjallarhorn til mótmæla
osfr.
MEÐ FÖNDRI:
1. Mál´ann í uppáhaldslitnum mínum= uppáhaldslitahólkur
2.klippánn í tvennt= landvarðakíkir
3. mál´ann rauðann,klippífernt eða sext= jólaservíettu hringir
4. Líma mynd inníhann,= myndarammi sem gefur þér næði með þeim sem þú skoðar.
5. tætann í búta og dreyfa um allt= afþreying fyrir tengdamömmur heimsins til að býsnast yfir....
osfr.
Lísbet

Nafnlaus sagði...

yndislega kristin arna,

takk fyrir komment, ég var einmitt að segja við ingunni að það er sérstök hátíð þegar tengdadæturnar blogga..

kannski hef ég loksins fundið mitt hlutverk í sambandi við þetta kreppudót, takk alveg kærlega....

og kaka...!!!!

mínar villtustu vonir,

knús, þín Elísabet

Nafnlaus sagði...

Lísbet,klukkan er bara hálfellefu en ég ætla reyna að svara... :)

fyrst veltist ég um í efasemdum.

svo skrifaði ég uppkast, þarsem ég lét allt vaða, skrifaði allt sem mér datt í hug, og kallaði það

HAUGINN,

svo leið heilt ár, og þá alltíeinu fékk ég hugljómun (eftir að hafa lesið bókina hans Óttars um Klepp)

og upplifði þessa 20 ára gömlu stúlku sem varð veik á geði og fannst líf hennar stopp og eyðilagt,

ég var búin að gleyma henni, og hvað var ömurlegt að vera sett á klepp,

svo núna er ég að skrifa hefðbunda, krónólógíska (þýðir að hún er í réttri tímaröð, hvað sem tími þýðir nú)

og alkóhólisminn blandast inní.

svo þetta er búið að vera nokkur ár, en ég hef auðvitað gert heilmargt á meðan,

sum leikrit spretta fram á nokkrum mínútum, önnur taka 15 ár, einsog mundu töfrana, - var reyndar að gera barnabókarútgáfu af því um daginn,

en Leonardo de Vinci var 16 ár með Monu Lisu, og eiginlega allt óklárað hjá honum,

í minnisbókum....ha ha ha....

kveðja, Elísabet