Svo er ég líka svo ótrúlega heppin að fá að passa hana Emblu Karen, dásemd jarðarinnar og perludís, og hún er svo mikið krútt að hún vaknar alltaf aðeins tilað gleðja ömmu sína og sofnar svo í fangi hennar, og þá er hamingjan allt um kring með englum, og svo lauma ég henni inní rúm þótt ég gæti alveg hugsað mér að sitja með hana allt kvöldið. Og þá þarf ekkert meira, hamingjuengillinn svífur um og þræðir sína perlufesti. Og Embla Karen er svo lítil, samt er hún svo stór.
Og síðast þegar ég kom fékk ég svoleiðis grínbros.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli