27 október 2008

Dramakikk

Kreppa er betri en kosningar, ég sagði við konu um daginn að við ættum að krefjast þess að ríkisstjórnin færi frá. Hún sagði það væri of mikið vesen "og svo verður bara kosið sama liðið"...

Kreppa er betri en kosningar.

Kreppa gefur líka meira drama-kikk.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég þekki mann sem er kreppufíkill.

Bráðum verður hann svo krepptur að allt annað mun víkja, ekkert kemst fyrir í svona þröngu rými.
Mér finnst svo gaman í kreppu, að ég gleymi alveg að hafa áhyggjur.
Svo endalaust mikið barn í allri fátæktinni, að ég fer í kollhnís af kæti í hvert sinn sem ég fer í bónus og hef ekki efni á sojamjólk.
og allt í einu veit ég um svo marga mismunandi vegu til að nota hólk innan úr eldhúsrúllu.
Möguleikarnir eru endalausir!
fátækrafaðmur
Lísbet

Nafnlaus sagði...

Já, nú eru allir kreppufíklar,

ég viðurkenni vanmátt minn gagnvart kreppunni og ég er búin að missa stjórn á eigin lífi.

What about the brestir.

Ég hef mikinn áhuga á þessum hólk, geturðu nefnt nokkra möguleika, hér á Framnesveginum hefur alltaf verið kreppa, þessvegna eru Garpur og Jökull svona velheppnaðir, það var hinsvegar engin ástar og eða faðmlagakreppa,

ég er nú í fjölmiðlabindindi, tek stikkrufur, en varð að viðurkenna vanmátt minn gagnvart þessu, sko ég er byrjuð,

!!!

ég er að fara til Ameríku í næstu viku, að heimsækja Jökul og Kristínu, þá fæ ég almennilegt net og get kíkt inná afsprengilinn,

takk fyrir að gefast ekki uppá heimsveldinu þótt það hafi legið niðri um tíma,

ég verð að fara inná bloggsíður í gegnum gúgglið. poorme.

ég er búin að fá leyfi tilað fara á date... en þá finn ég alltíeinu engan, ég er kannski einsog kallarnir í heita pottinum, enginn nógu góður,

date!!!! ég meina, er það ekki eitthvað amerískt, hvað hét þetta á Íslandi í gamla daga,

ókei, stefnumót, þá veit maður í hvaða átt maður er að fara, ekki bara eitthvað loðið rugl, hvað segirðu.

en afhverju ertu að drekka sojamjólk?

en athugaðu það Lísbet að í þrönga rýminu verður geðveikin til, þegar kreppir svona að, rýmið hverfur, þá opnast inní allskonar aukarými,

einsog hausinn á manninum,

og honum finnst hann ganga innní stóran sal og hann heyrir rödd sem segir: þú átt að frelsa heiminn, þú ert útvalinn, þú veist allt um kreppuna, farðu og frelsaðu liðið.

en þá kemur Hrafn bróðir minn og segir: Elísabet, frelsaðu sjálfa þig áðuren þú frelsar heiminn.

Ókei. Gott er að eiga bróður.

Og systur, vinkonu einsog þig,

ég er að skrifa bók um geðhvörf, og allt er hér í fínasta lagi, ég fæ að passa barnabarnið um helgina, en þetta barnabarn er þvílík dýrðarinnar dásemd.

Ég man bara að ég var alin upp vi að spara rafmagn, slökkva ljósin, henda ekki mat (á ströndum) og fá eitthvað í litla skattinn á kvöldin, er eitthvað til í litla skatt, spurðum við Illugi,

og tvíburarnir bættu um betur og kölluðu litla skattinn "Litla skratta"...

en ég sá eina rauða tösku í einni búð, málið er að ég á rauða tösku.

ást og knús, Elísabet