Það er fullt tungl....
og Hekla er þandari núna en fyrir gosið 2000 - það er fylgst með henni nótt á dag
ruv.is/hekla
ísbjörn gekk á land...
Nú er kyrrt.
Ég er að gera eina af stærri uppgötvunum lífs míns... og bestu.
Nánari fréttir síðar....
hægt er að fylgjast með þessari uppgötvun dag og nótt
á Heimsveldi Ellu Stínu.
29 janúar 2010
26 janúar 2010
Hrædd við að sjást
Ég er með gest í húsinu núna, vinkona mín, ég er hrædd um hún sjái mig, því hún er einsog ég, alltaf að horfa á allt krítískum augum,....
og meðan sést ekki allt hitt.
*
og meðan sést ekki allt hitt.
*
21 janúar 2010
Eitt rif
Afi minn séra Jakob átti afmæli í gær, hann sagði mér að "eitt rif úr mannsins síðu" væri súmerískur orðaleikur og hefði ekkert með skilning okkar að gera einsog búið er að túlka það í tvöþúsund ár.
VARIÐ YKKUR Á BIBLÍUÞÝÐINGUM!!!
VARIÐ YKKUR Á BIBLÍUÞÝÐINGUM!!!
Básendaflóðið
Það er svo dimmt, hún er hálfellefu og ég er með ljósin, - og kaffið og hundarnir sofa, kláraði leikritið mitt í gær, og svo kom svona eftiralda og svo fór ég að hugsa um Básendaflóðið og aðrar náttúruhamfarir og hvort ég ætti að flytja uppá hæð, uppá hæð? Hvaða hæð, samt ef Básendaflóðið kæmi þá gæti gólfið orðið fleki svo ég myndi fljóta um og svo krókna úr kulda nema það væri sól, en sjórinn er samt alltaf kaldur, Básendaflóðið færði allt í kaf sautjánhundruð og eitthvað nema Valhúsahæðin stóð uppúr.
19 janúar 2010
Annálsbrot
Fór þrisvar norður í Trékyllisvík síðasta ár...
1. Fyrst sem kattahirðir og breyttist í ljóðskáld.
2. Svo á skákmót í Djúpuvík með stórmeistara í aftursætinu.
3. Loks í skírn hjá frænku minni Jóhönnu Engilráð Hrafnsdóttur.
Þar á undan höfðu liðið 17 ár - frá því ég var fyrir norðan.
Þá fórum við Kristjón að Dröngum að heimsækja ættbálkinn og Drangaskörðin.
SELJANES...
1. Fyrst sem kattahirðir og breyttist í ljóðskáld.
2. Svo á skákmót í Djúpuvík með stórmeistara í aftursætinu.
3. Loks í skírn hjá frænku minni Jóhönnu Engilráð Hrafnsdóttur.
Þar á undan höfðu liðið 17 ár - frá því ég var fyrir norðan.
Þá fórum við Kristjón að Dröngum að heimsækja ættbálkinn og Drangaskörðin.
SELJANES...
18 janúar 2010
Ekki meiri fullnægingu þann daginn...
Já, svo fór ég norður á Strandir í maí mánuði og varð ástsjúk útí fortíðina og fannst tíminn allsráðandi og skrítinn. Einsog tíminn væri þarna ennþá. Og skotin í manni við eldhúsborðið þótt sá tími væri löngu liðinn, eldhúsborðið farið og maðurinn sömuleiðis. En þá var vor í lofti, endalaust vor og kríusöngur,... kríusöngur.. Elísabet! Já, ég var þarna með þremur köttum og textinn kom svona beint útúr mér, frásögnin frá upphafi til enda, - og passaði þrjá ketti og orti ljóð. Keyrði svo vegina í bæinn og fékk 4 daga mígrenikast, - örugglega af því mér fannst náttúran hafa yfirgefið mig, hún hafði opnað mig og ég opnaðist uppá gátt og svo lokaðist allt. Þá kom mígrenið. En Trékyllisvík og Flatey eru þannig að þar er nóg að horfa á ölduna falla að, og maður þarf ekki meiri fullnægingu þann daginn.
ÞETTA VAR ÚR ANNÁL 2009 - SKRÁSETT
ÞETTA VAR ÚR ANNÁL 2009 - SKRÁSETT
17 janúar 2010
Lífið er dásamlegt
Embla Karen tveggja ára hringdi í mig og sagði: Amma, þú ert sæt. Og Alexía tólf ára gisti og við fórum í sund og kappsund og hún vann!!! Svo helgin var yndisleg. Lífið er dásamlegt. Og ég er að skrifa leikrit sem var leiðinlegt en er að verða skemmtilegt. Bráðum heyrist það í útvarpinu. Það rignir, það er dásamlegt. Og á morgun koma hundarnir, vona ég geti sofnað í kvöld. Horfði á Himinblámann, gaman, einhver sérstakur tónn.
Lífið er dásamlegt dásamlegt....
Lífið er dásamlegt dásamlegt....
16 janúar 2010
Nýjustu fréttir af þráhyggjuheilanum
Kannski er ég með þráhyggjuheila, allt sem heilinn nær í breytir hann í þráhyggju, nú er ég alltaf að hugsa um hvort ég eigi að sofa uppi eða niðri, uppi eða niðri, - útaf bílaumferðinni og svo er herbergi sem ég sef í víst óíbúðarhæft, það kom hér einhver fasteignasali með mælistiku og sagði það væri of lágt, en það er voða fallegt risherherbergi með túrkísbláum glugga. En ef ég sef niðri þá er heilt herbergi farið sem ég nota í rauninni aldrei síðan ég flutti vinnuherbergið inní borðstofuna, kannski ætti ég að flytja uppí sveit með risastóra hlöðu fyrir vinnustofu, þarsem ég get virkilega sprungið út, nálægt sjónum samt, en ég er alltaf að hugsa um þetta, auðvitað þarf að hugsa um hlutina, en það er einsog heilinn nærist á að hugsa... úps þetta kom óvart, .... nærist líka á þráhyggju, -
KANNSKI ERU MYNSTUR Í HEILANUM SEM ÉG ÞARF AÐ REKJA UPP....
Gömul mynstur frá landnámsöld eða siðaskiptum.
KANNSKI ERU MYNSTUR Í HEILANUM SEM ÉG ÞARF AÐ REKJA UPP....
Gömul mynstur frá landnámsöld eða siðaskiptum.
Vonin
Ég hef á tilfinningunni að vonin verði uppáhalds á þessu ári. Ég vona það. Mér finnst vonin stórmerkileg, ég er búin að vera pæla í kærleikanum baki brotnu en allt í einu er einsog vonin sé að banka uppá, einsog hún sé útí garði og bíði eftir að ég hleypi henni inn.
VONIN OG FRAMTÍÐIN....
VONIN OG FRAMTÍÐIN....
Gleðin
Ég held að það sé hægt að æfa sig í að vera glaður alveg einsog að taka armbeygjur...
komdu út....
komdu út....
Meira um annál ársins
Það gengur mjög hægt að setja saman annálinn, mjög hægt, ég man ekkert nema þessa sjúkrabíla, þessa fjóra sjúkrabíla á tveimur árum, en í júní 2009 fékk ég svo mikið mígrenikast að ég var að hugsa um að hringja á sjúkrabíl en þá hló Jökull sonur minn svo mikið að mér að ég kunni ekki við það, - og heldur ekki núna í vikunni þegar ég fékk mígrenikast, en ég lét þó eftir mér að hringja í næturlækni sem laumaðist hingað í skjóli nætur.
LOVE ME TRUE
LOVE ME TRUE
15 janúar 2010
13 janúar 2010
Morgunhrafn og kvöldúlfur
Búin að vera illa haldin af þunglyndi á morgnana, finnst lífið búið, ég sé komin með krabbamein og lífið batni bara ef ég sef aðeins lengur. Á kvöldin get hinsvegar varla farið að sofa fyrir lífskæti og orku, svo margt að gera, hugsa, taka til og lesa. Svo fer ég að skamma mig fyrir þetta, sérstaklega þunglyndið svo ég ætla að hætta því, ég ætla að hætta að skamma mig og bara útbúa hillu eða skáp með málningardóti.
ps. Svo ef einhver vill og kann að staga í ullarsokkana mína er það velkomið. Ég á gott ullarsokkasafn, frá Georgíu, Rússlandi og Trékyllisvík.
*
ps. Svo ef einhver vill og kann að staga í ullarsokkana mína er það velkomið. Ég á gott ullarsokkasafn, frá Georgíu, Rússlandi og Trékyllisvík.
*
12 janúar 2010
08 janúar 2010
Tveir sjúkrabílar - Annáll ársins 2009
Rétt er að geta þess að skáldbarnið var tvisvar flutt í sjúkrabílum af heimili sínu á spítala á sl. ári. Hópur af sjúkramönnum bjargaði því frá geigvænlegum einmanaleika, prótínskorti, þursabit og því að horfast í augu við sjálfshyggjuna.
ps. Það voru líka tveir sjúkrabílar árið 2008
LOVE ME TENDER
ps. Það voru líka tveir sjúkrabílar árið 2008
LOVE ME TENDER
07 janúar 2010
Annáll ársins 2009
Á morgun er ár síðan ég kom heim frá Bandaríkjunum, Greensboro, og kvaddi Jökul og Kristínu og hundana við flugstöðina eftir tveggja mánaða dvöl þangað sem guð sendi mig tilað vera í þriðja sporinu dag eftir dag.
06 janúar 2010
6. janúar 1984
Í dag er 6. janúar, dánardagur afa Kristjóns, þann dag sofnaði hann og vaknaði ekki aftur, ... afi minn sem hafði verið svo undragóður við mig, - mig hefur stundum dreymt hann eftir að hann dó, hann býr þá jafnan á Reynimel.
Afi kenndi mér að meta náttúru Íslands, hvað jurtirnar, vötnin, brýrnar og fjöllin hétu. Fífan tildæmis,... og fuglarnir. Hann var alltaf að reyna að rækta garð. Og hann átti bílskúr, þar var mikið af verkfærum. Svo keyrði hann mig útum allt. Og gaf mér peninga. Og færði mér mat. Og kom í heimsókn. Og þegar ég eignaðist Kristjón kom hann með þvottavél frá honum og ömmu, og maltkassa í hrönnum. Afi minn var góður og um daginn fannst mér ég finna pípulykt einsog mamma segist stundum finna og þá fann ég gleði í leiðinni.
En Eva Joly er gengin í lið með forsetanum.
Ég og hundarnir fórum í tveggja tíma göngu í dag, útá Nes, hittum fólk á veginum, snuðruðum og rannsökuðum allt hátt og lágt. Best að kveikja á tölvunni og skrifa leikrit.
Afi kenndi mér að meta náttúru Íslands, hvað jurtirnar, vötnin, brýrnar og fjöllin hétu. Fífan tildæmis,... og fuglarnir. Hann var alltaf að reyna að rækta garð. Og hann átti bílskúr, þar var mikið af verkfærum. Svo keyrði hann mig útum allt. Og gaf mér peninga. Og færði mér mat. Og kom í heimsókn. Og þegar ég eignaðist Kristjón kom hann með þvottavél frá honum og ömmu, og maltkassa í hrönnum. Afi minn var góður og um daginn fannst mér ég finna pípulykt einsog mamma segist stundum finna og þá fann ég gleði í leiðinni.
En Eva Joly er gengin í lið með forsetanum.
Ég og hundarnir fórum í tveggja tíma göngu í dag, útá Nes, hittum fólk á veginum, snuðruðum og rannsökuðum allt hátt og lágt. Best að kveikja á tölvunni og skrifa leikrit.
04 janúar 2010
Janúar
Ég reif mig upp í myrkrinu, það er tjaldað fyrir alla glugga og dyr í húsinu vegna kulda, bankinn er sennilega lokaður og pósthúsið til hádegis. Engum þykir vænt um mig, amk. er ég ekki búin að drekka nógu mikið kaffi tilað koma auga á það. Þetta var vanþakklæti. Skrifaðu þakklætisbæn og gerðu lista yfir alla sem þykir vænt um þig og hættu þessu væli. Þú ert með geðhvörf, gerðu þér grein fyrir því, þá færðu svona hugmyndir, þær geta fært þig í bönd.
Morgunn
Hundarnir eru sofandi og ég er að fá mér kaffi. Það er ískalt úti, og bleika röndin á sínum stað.
Facebookreiðin
Ég er reið útí þær, þær kommentera bara hvor hjá annarri og sjaldan eða aldrei hjá mér.
03 janúar 2010
Reið útí munninn
Ég er reið útí munninn á mér, hann segir allt annað en það en sem ég ætla að segja. Hvernig verður þetta á grafarbakkanum? Ég stjórna ekki munninn á mér. Þetta er ekki sami munnurinn og ég fæddist með. Þegar ég fæddist sagði ég bla bal blú abla dor umm sú la la lisa mi, en nú segi ég: Allir eru á móti mér og enginn elksar mig. -
Reiðikast 3
Ég er reið útí nóttina fyrir að ég þurfi að fara sofa, og ekki nóg með það, heldur þarf ég að taka lyfin mín, ganga frá öllu, bursta tennurnar, slökkva ljósin og fá svo raflost í hausnum útaf einhverju sem ég veit ekki hvað er, og ég veit aldrei hvenær ég sofna, ég er reið útí svefninn, útí klukkuna, útí nóttina, fyrir að þurfa fara að sofa og geta ekki vakað endalaust. Ég er líka reið yfir því að þurfa að vakna því þá er ég yfirleitt að hugsa eitthvað voðalegt og afhverju er ég að því. Af því ég er reið yfir því að þurfa að vakna og fá ekki að sofa endalaust.
02 janúar 2010
Reiðikastið 2
Ég er reið útí húðina á mér. Þetta er ekki sama húðin og ég fæddist með. Hún er að verða þurr og hrukkótt og ég hef enga stjórn á henni, það er eitthvað annað sem stjórnar en ég þegar þessi húð er annarsvegar, ég sé nýja hrukku á hverjum degi, ég er brjáluð af reiði útí þessa húð og gæti flegið hana af á einu bretti, ég skil bara ekki hvað hefur gerst. Ég get varla litið í spegil, þá sé ég allar hrukkurnar, sumar eru orðnar að strikum og á morgnana þegar ég vakna eru djúp strik, það eru reiðistrikin, en ég má ekki sýna reiði svo ég slétta úr þeim þegar ég vakna og er stundum allan daginn að því, og svo finn ég stundum æðaþrengsli í fótleggjunum, ÞETTA ERU EKKI SÖMU FÓTLEGGIRNIR OG ÉG FÆDDIST MEÐ, ég skil ekki hvað er að gerast, þetta gerist án þess ég fái nokkuð við ráðið og mér líkar það ekki, þetta er gjörsamlega óþolandi og bráðum verður handarbakið á mér einsog handarbakið á ömmu sem mér fannst rannsóknarefni sem barni og þessar bláu æðar.
Reiðikastið
Ég er reið útí ballið. Þetta er ekki sama ballið og í fyrra. Þetta var allt annað ball, ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera, ég var öll stíf þegar ég dansaði og mig langaði ekki að lenda á sjéns með neinum, mér fannst allir annaðhvort of gamlir, of ungir eða of drukknir, einn var nýfráskilinn, og hljómsveitin var ömurleg. Þetta var ekki sama ball og í fyrra og ég er brjáluð úr reiði, þetta er heldur ekki ballið sem ég var á þegar ég var tvítug og drukkin og hvarf inní algleymið og mundi ekki neitt, ekki einu sinni þegar ég vaknaði, ég bara þoli ekki að þetta skuli ekki hafa verið sama ballið. Ég er reið.
Meira kaffi
Gleðilegt ár, - svaf til fimm.... hugsaði um að flytja útá land til að bjarga málunum, hugsaði um að flytja svefnherbergið niður tilað bjarga málunum, fann mígrenið sulla í þriðja auganu, búin að fatta að konan hefur innsæið... og vöðvinn í vinstri öxlinni er að reyna stoppa það, hopp hopp, - svaf til fimm já, fékk mér kaffi, límónaði vatn, burstaði tennurnar, tók líþíum, hugsaði um að fara til Jökuls og Kristínar og ná í þvottinn minn, - væri gott líka að fá súrefni, - þau gætu hafa lagt sig eftir sleðaferð á Rauðavatni, - vantar vinkonur, held að allir séu á móti mér núna, paranojan, - gleðilegt ár, ég elska ný ár, ég er soldið feimin við þau líka, ég þarf að byrja á nýrri bók, - kannski ætti ég að fá mér útgefanda, - og sjónvarp, þvottavél, og gefa mér ást og aga á nýju ári, - eru álfar kannski menn, og eru englar kannski menn, og allir sem ég hef þekkt og hafa horfir vakna á áramótunum, og framtíðin, jæja, best að fá sér meira kaffi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)