17 janúar 2010

Lífið er dásamlegt

Embla Karen tveggja ára hringdi í mig og sagði: Amma, þú ert sæt. Og Alexía tólf ára gisti og við fórum í sund og kappsund og hún vann!!! Svo helgin var yndisleg. Lífið er dásamlegt. Og ég er að skrifa leikrit sem var leiðinlegt en er að verða skemmtilegt. Bráðum heyrist það í útvarpinu. Það rignir, það er dásamlegt. Og á morgun koma hundarnir, vona ég geti sofnað í kvöld. Horfði á Himinblámann, gaman, einhver sérstakur tónn.


Lífið er dásamlegt dásamlegt....

Engin ummæli: