Já, svo fór ég norður á Strandir í maí mánuði og varð ástsjúk útí fortíðina og fannst tíminn allsráðandi og skrítinn. Einsog tíminn væri þarna ennþá. Og skotin í manni við eldhúsborðið þótt sá tími væri löngu liðinn, eldhúsborðið farið og maðurinn sömuleiðis. En þá var vor í lofti, endalaust vor og kríusöngur,... kríusöngur.. Elísabet! Já, ég var þarna með þremur köttum og textinn kom svona beint útúr mér, frásögnin frá upphafi til enda, - og passaði þrjá ketti og orti ljóð. Keyrði svo vegina í bæinn og fékk 4 daga mígrenikast, - örugglega af því mér fannst náttúran hafa yfirgefið mig, hún hafði opnað mig og ég opnaðist uppá gátt og svo lokaðist allt. Þá kom mígrenið. En Trékyllisvík og Flatey eru þannig að þar er nóg að horfa á ölduna falla að, og maður þarf ekki meiri fullnægingu þann daginn.
ÞETTA VAR ÚR ANNÁL 2009 - SKRÁSETT
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli