03 janúar 2010
Reiðikast 3
Ég er reið útí nóttina fyrir að ég þurfi að fara sofa, og ekki nóg með það, heldur þarf ég að taka lyfin mín, ganga frá öllu, bursta tennurnar, slökkva ljósin og fá svo raflost í hausnum útaf einhverju sem ég veit ekki hvað er, og ég veit aldrei hvenær ég sofna, ég er reið útí svefninn, útí klukkuna, útí nóttina, fyrir að þurfa fara að sofa og geta ekki vakað endalaust. Ég er líka reið yfir því að þurfa að vakna því þá er ég yfirleitt að hugsa eitthvað voðalegt og afhverju er ég að því. Af því ég er reið yfir því að þurfa að vakna og fá ekki að sofa endalaust.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli