02 janúar 2010
Reiðikastið 2
Ég er reið útí húðina á mér. Þetta er ekki sama húðin og ég fæddist með. Hún er að verða þurr og hrukkótt og ég hef enga stjórn á henni, það er eitthvað annað sem stjórnar en ég þegar þessi húð er annarsvegar, ég sé nýja hrukku á hverjum degi, ég er brjáluð af reiði útí þessa húð og gæti flegið hana af á einu bretti, ég skil bara ekki hvað hefur gerst. Ég get varla litið í spegil, þá sé ég allar hrukkurnar, sumar eru orðnar að strikum og á morgnana þegar ég vakna eru djúp strik, það eru reiðistrikin, en ég má ekki sýna reiði svo ég slétta úr þeim þegar ég vakna og er stundum allan daginn að því, og svo finn ég stundum æðaþrengsli í fótleggjunum, ÞETTA ERU EKKI SÖMU FÓTLEGGIRNIR OG ÉG FÆDDIST MEÐ, ég skil ekki hvað er að gerast, þetta gerist án þess ég fái nokkuð við ráðið og mér líkar það ekki, þetta er gjörsamlega óþolandi og bráðum verður handarbakið á mér einsog handarbakið á ömmu sem mér fannst rannsóknarefni sem barni og þessar bláu æðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli