02 janúar 2010

Reiðikastið

Ég er reið útí ballið. Þetta er ekki sama ballið og í fyrra. Þetta var allt annað ball, ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera, ég var öll stíf þegar ég dansaði og mig langaði ekki að lenda á sjéns með neinum, mér fannst allir annaðhvort of gamlir, of ungir eða of drukknir, einn var nýfráskilinn, og hljómsveitin var ömurleg. Þetta var ekki sama ball og í fyrra og ég er brjáluð úr reiði, þetta er heldur ekki ballið sem ég var á þegar ég var tvítug og drukkin og hvarf inní algleymið og mundi ekki neitt, ekki einu sinni þegar ég vaknaði, ég bara þoli ekki að þetta skuli ekki hafa verið sama ballið. Ég er reið.

Engin ummæli: