21 janúar 2010

Básendaflóðið

Það er svo dimmt, hún er hálfellefu og ég er með ljósin, - og kaffið og hundarnir sofa, kláraði leikritið mitt í gær, og svo kom svona eftiralda og svo fór ég að hugsa um Básendaflóðið og aðrar náttúruhamfarir og hvort ég ætti að flytja uppá hæð, uppá hæð? Hvaða hæð, samt ef Básendaflóðið kæmi þá gæti gólfið orðið fleki svo ég myndi fljóta um og svo krókna úr kulda nema það væri sól, en sjórinn er samt alltaf kaldur, Básendaflóðið færði allt í kaf sautjánhundruð og eitthvað nema Valhúsahæðin stóð uppúr.

Engin ummæli: