16 janúar 2010

Nýjustu fréttir af þráhyggjuheilanum

Kannski er ég með þráhyggjuheila, allt sem heilinn nær í breytir hann í þráhyggju, nú er ég alltaf að hugsa um hvort ég eigi að sofa uppi eða niðri, uppi eða niðri, - útaf bílaumferðinni og svo er herbergi sem ég sef í víst óíbúðarhæft, það kom hér einhver fasteignasali með mælistiku og sagði það væri of lágt, en það er voða fallegt risherherbergi með túrkísbláum glugga. En ef ég sef niðri þá er heilt herbergi farið sem ég nota í rauninni aldrei síðan ég flutti vinnuherbergið inní borðstofuna, kannski ætti ég að flytja uppí sveit með risastóra hlöðu fyrir vinnustofu, þarsem ég get virkilega sprungið út, nálægt sjónum samt, en ég er alltaf að hugsa um þetta, auðvitað þarf að hugsa um hlutina, en það er einsog heilinn nærist á að hugsa... úps þetta kom óvart, .... nærist líka á þráhyggju, -

KANNSKI ERU MYNSTUR Í HEILANUM SEM ÉG ÞARF AÐ REKJA UPP....

Gömul mynstur frá landnámsöld eða siðaskiptum.

Engin ummæli: