19 apríl 2010
Hamingjusöm, glöð og frjáls
Þá hef ég ástæðu tilað deyja ekki strax og lifa lengur, ég hef öðlast frelsi, og það er einsog hafið, vænti ég, og tunglið, stækkandi, minnkandi á hreyfingu, allskonar á litinn, og ekki svona sjálfgefið og innpakkað einsog smjörstykki. En frelsi frelsi frelsi,.... fyrsta tilfinningin var hræðsla... við frelsið.... en ég er semsagt óbundin og flýg um og smýg ofaní jörðina og útum allt, líka til hliðar þarsem er hliðarvitund og hliðarvindur og massa strókur, frelsi já, böndin leysast, hlekkirnar falla af, hugsunin verður lengur að finna allskonar táknmál tilað bindast niður, eða eilíflega uppvið altarið, bundin í guðdómlegum eyðifirði mót opnu hafi og niðursteypandi fjöllum þarsem vaxa kýr og fikra sig eftir hamrabeltinum, heldur frjáls einsog fuglinn, einsog fiskurinn, skýið, og allskonar, - hamingjusöm, glöð og frjáls.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Love you blóm!
kíki stundum hingað í heimsókn gar ég fæ nóg af smettiflettiritinu og kem aldrei að tómum kofa : )
Hef tekið eftir því sjálf að það er alveg hægt að blogga í friði fyrir kommentum ... hálfu misserin held ég hahah! soldi spes frelsistilfinning ...
já ég er alveg sammála en stundum er gaman að fá eitt komment,
eitt og eitt....
ellastína að eilífu
já ég er alveg sammála en stundum er gaman að fá eitt komment,
eitt og eitt....
ellastína að eilífu
Skrifa ummæli