04 mars 2013
númer eitt
Mér er uppálagt að skrifa einn status á dag sem sýnir hvað ég elka mig mikið og hér kemur sá fyrsti. Ég fór í úlpuna og rauðu skóna sem ég er búin að eiga í fimm ár og komið gat á þá og fór útí kuldann og ég man ekki hvort ég hugsaði það á leiðinni útí Nóatún eða á leiðinni heim að þetta væri bara lítill skilnaður en ég keypti klósettpappír átta rúllur, undanrennu, sólkjarnarúgbrauð, himalayasafa lífrænan, eina appelsína, tvær sítrónur, rauða papriku, gingeralflösku á 325 krónur, og kaffipoka frá kaffitár heitir morgundögg, það var ískuldi og ég setti þetta allt í poka og það voru næstum engir bílar að keyra, og enginn að njósna um mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli