29 mars 2013
Tvær pöddur
Einu sinni var stelpa sem var lokuð inní búri. Hún vissi ekki hvað hún hét en svo fékk hún miða sem á stóð, þú ert padda, stelpan var mjög ánægð að vita hver hún var en var soldið einmana. Svo labbaði önnur padda framhjá, svokölluð hann-padda, viltu vera hjá mér í búrinu, spurði paddan. Nei, ég verð fyrir utan, svaraði hann-paddan en stundum kem ég inní búrið að ríða þér, þá verður þú að vera í korseletti.Þá skutu rauð pödduaugun hennar gneistum svo hann-paddan datt dauð niður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hvenær ætlarðu að gefa út næstu örsögubók? Ég hlakka til!
Skrifa ummæli